Fara í efni

Jafnréttisnefnd

10. júní 2016

31.(4) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, föstudaginn 10. júní 2016 kl. 08:30 – 09:10

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karl Pétur Jónsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

 

  1. Guðrún B Vilhjálmsdóttir formaður setti fund.
  2. Jafnréttisáætlun samþykkt með áorðnum breytingum eftir umfjöllun bæjarráðs þann 26.5.16. Tvær breytingar til viðbótar samþykktar á fundinum. Vísað er í sveitarstjórnarlög í kaflanum um skipan í nefndir og ráð hjá Seltjarnarnesbæ. Í kaflanum um kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og/eða kynferðisleg áreitni er kveðið á um fræðslu til að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi. Samráð var við lögfræðing Jafnréttisstofu um þessar breytingar. Samþykkt að vísa áætluninni með áorðnum breytingum aftur til umfjöllunar bæjarstjórnar. Gildistími áætlunarinnar er frá samþykkt bæjarstjórnar og þar til ný áætlun verður samþykkt sem getur orðið allt að ári eftir næstu sveitarstjórnarkosningar.
  3. Upplýst að launadeild væri að leggja síðustu hönd á samantekt upplýsinga til  Hafsteins Más Einarssonar ráðgjafa hjá PricewaterhouseCoopers ehf. vegna jafnlaunaúttektar fyrir Seltjarnarnesbæ.
  4. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að öflun kyngreindra upplýsinga frá stofnunum/starfsemi á vegum bæjarins og frá íþróttafélaginu Gróttu. Farið yfir hvaða upplýsingum á að kalla eftir.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið  09.10

Snorri Aðalsteinsson

 

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?