29.(2) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtdaginn 10. mars 2016 kl. 16:30 – 18:30
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karl Pétur Jónsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir.
Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.
- Guðrún B Vilhjálmsdóttir formaður setti fund.
- Lagt fram erindi Elísabetar Jónsdóttur, dags. 4.3.16 þar sem kærð er skipan bæjarstjórnar í Öldungaráð Seltjarnarness. Jafnréttisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að endurskoða skipan í öldungaráðið með tilliti til gildandi jafnréttisáætlunar.
- Endurskoðun jafnréttisáætlunar. Farið yfir ábendingar frá lögfræðingi Jafnréttisstofu varðandi áætlunina, meðal annars með vísan til breytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig voru nokkrar ábendingar um orðalagsbreytingar. Farið yfir áætlunina og gerðar á henni breytingar. Ákveðið að ljúka verkinu á næsta fundi
- Formaður sagði frá því að verið sé að undirbúa framkvæmd jafnlaunaúttektar fyrir Seltjarnarnesbæ. Unnt er að ljúka úttekinni í byrjun júní ef skil á gögnum frá bænum berast innan tímafrests. Snorra falið að fylgjast með framgangi málsins.
- Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar miðvikudaginn 30. mars n.k.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.30
Snorri Aðalsteinsson