Fara í efni

Jafnréttisnefnd

10. mars 2014

26.(6) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 10. mars 2014 kl. 17:00 – 17:55

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Oddur Jónas Jónasson.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Jafnréttisviðurkenning. Ræddar tillögur um veitingu jafnréttisviðurkenningar fyrir tímabilið 2010 – 2014. Ákveðið að fela Snorra að kynna hlutaðeigandi aðilum tillögur nefndarinnar og hefja undirbúning að formlegri afhendingu í samráði við Soffíu Karlsdóttur menningarfulltrúa. Afhendingin fari fram á næstu vikum.

  2. Fræðsluerindi á vegum jafnréttisnefndar. Snorri greindi frá viðræðum við Ingólf V. Gíslason um erindi og hugmyndir hans. Samþykkt að ræða nánar við Ingólf um að flytja erindi annað hvort á opnum fundi eða fyrir starfsmenn skólasamfélagsins.

  3. Launakönnun meðal starfsmanna Seltjarnarnesbæjar. Snorri greindi frá að mannauðsstjóri og starfsmannastjóri hefðu hafið störf við greiningu á launum skv. jafnréttisáætlun bæjarins.

    Fleira ekki gert.

Fundi slitið 17.55

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?