Fara í efni

Jafnréttisnefnd

11. desember 2012

24.(4) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 11. desember 2012 kl. 17:00 – 17:50

 Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Oddur Jónas Jónasson.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar. Lögð fram endurskoðuð áætlun með breytingum sem ræddar voru á síðasta fundi nefndarinnar. Formaður og starfsmaður hafa á milli funda unnið að nánari útfærslu áætlunarinnar.  Áætlunin samþykkt og vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn ásamt greinargerð um hana.
  2. Rædd fræðsla um jafnréttismál í grunnskólanum. Ákveðið að athuga með fræðsluefni fyrir 10. bekk. Tillaga um að fá fræðslu um áhrif fjölmiðla og kláms á kynheilbrigði unglinga. Samþykkt að kanna nánar og athuga með fyrirlesara.
  3. Jafnréttisstefna íþróttafélagsins Gróttu. Ákveðið að kanna hvort verið sé að vinna að stefnu fyrir félagið og ef svo er hve langt sú vinna sé komin.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 17.50

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?