Fara í efni

Jafnréttisnefnd

05. mars 2012
23.(3) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 17:00 – 18:10

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar. Rædd nánar útfærsla og áhersluatriði við endurskoðun. Fundarmenn komu með ýmsar ábendingar og athugasemdir. Ákveðið að formaður og starfsmaður nefndarinnar vinni áfram með þær milli funda og sendi síðan á aðra nefndarmenn. Lögð áhersla á að ljúka áætluninni á næstu vikum.
  2. Rædd tillaga sem Árni Einarsson lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 9. mars s.l. og samþykkt var af bæjarstjórn. Starfsmaður nefndarinnar lagði fram drög að svari við tillögunni þar sem greint er frá helstu verkefnum jafnréttisnefndar og hvað er að gerast á vettvangi jafnréttismála í leik- og grunnskóla, æskulýðsmiðstöð og hjá íþróttafélaginu Gróttu. Samþykkt að vísa svarinu til bæjarstjórnar með fundargerðinni.
  3. Jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar á Seltjarnarnesi. Ragnar greindi frá því að hann hefði rætt við forsvarsmenn Gróttu um  hver stefna félagsins er í jafnréttismálum.  Jafnréttismál eru fléttuð inn í siðareglur félagsins og koma fram í gildum þess. Félagið hefur hlotið viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag innan vébanda ÍSÍ. Unnið er eftir stefnu ÍSÍ í barna– og unglingaþjálfun á faglegum grunni með gæði og skilvirkni að leiðarljósi.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18.10

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?