22.(2) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 17:00 – 18:15
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Sigurþóra Bergsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
-
Endurskoðun jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar. Rædd ýmis áhersluatriði varðandi endurskoðun. Umræður um að víkka hugtakið jafnrétti og koma einnig að mannréttindum í víðtækari skilningi í áætluninni. Ákveðið að fulltrúar í jafnréttisnefnd ræði við samstarfsfólk í stjórnmálaflokkunum um það og einnig hvort slíkar breytingar samræmist bæjarmálasamþykkt.
-
Rædd tillaga sem Árni Einarsson lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 9. mars s.l. og samþykkt var af bæjarstjórn. Fundarmenn greindu efni bókunarinnar. Það er mat nefndarinnar að æskilegt væri að fá utanaðkomandi starfskraft til að leggja mat á hver árangur er af jafnréttisstarfi í bæjarfélaginu. Mætti t. d. fá nema á háskólastigi til þess að taka að sér verkefnið í sumar eða samhliða námi snemma næsta haust.
-
Lagt fram yfirlit yfir kynjaskiptingu í nefndir og ráð hjá Seltjarnarnesbæ. Hlutfall kynja er mjög jafnt og sambærilegt því sem var á síðasta kjörtímabili nema að einstaka nefndir eru með jafnari kynjahlutföll á þessu tímabili en var á síðasta. Sjá fylgiskjal með fundargerð.
-
Rætt jafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar á Seltjarnarnesi. Ragnar ætlar að taka að sér að ræða við forsvarsmenn Gróttu um jafnréttisáætlun/stefnu og Guðrún að fylgja því eftir.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.15
Snorri Aðalsteinsson