21.(1) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 22. febrúar 2011 kl. 17:00 – 17:45
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Oddur Jónas Jónasson. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
-
Kjör varaformanns. Ragnar Jónsson kjörinn varaformaður.
-
Farið yfir helstu verkefni nefndarinnar á síðasta kjörtímabili og lögð fram framkvæmdaáætlun nefndarinnar fyrir 2006 – 2010.
-
Farið yfir fjárhagsramma nefndarinnar fyrir þetta ár.
-
Jafnréttisstefna Grunnskóla Seltjarnarness lögð fram og rædd. Fundarmenn lýsa ánægju sinni með áætlunina.
-
Endurskoðun Jafnréttisáætlunar Seltjarnarnesbæjar. Framundan er endurskoðun áætlunarinnar fyrir kjörtímabilið 2010 – 2014. Jafnréttisnefnd mun hefja vinnu við endurskoðun fyrirliggjandi áætlunar og stefnir að því að ljúka því verki í í maí n.k. Fundarmenn ákváðu að nýta tímann milli funda og vinna uppkast að nýrri áætlun.
-
Rædd nauðsyn þess að íþróttafélagið Grótta setji sér jafnréttisstefnu/ jafnréttisáætlun. Ákveðið að ítreka við forsvarsmenn félagsins að sú vinna verði hafin sem fyrst.
-
Ákveðið að taka saman fjölda fulltrúa í nefndum og ráðum eftir kynjum.
-
Snorra falið að kanna hvort eitthvert fræðsluefni væri í boði sem félli að jafnréttisstarfi nefndarinnar.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.05
Snorri Aðalsteinsson