19. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 21. september 2009 kl. 17:00 – 18:15
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Yfirlit yfir verkefni og störf nefndarinnar frá árinu 2006 fram til dagsins í dag lagt fram og kynnt.
- Verkefni framundan. Ákveðið að hafa fræðslufund um jafnréttismál fyrir íbúa Seltjarnarness í vetur. Snorra falið að kanna nánar með fyrirlesara og stað og stund.
- Rætt um jafnréttisstefnu/áætlun grunnskóla. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum var unnið að henni síðast þegar spurst var fyrir um hana. Snorra falið að hafa samband við skólastjóra og heyra hvenær hún liti dagsins ljós.
- Rætt um jafnréttistefnu/áætlun fyrir Gróttu. Ákveðið að benda þeim á nauðsyn þess að gera slíka áætlun.
- Kynnt ályktun landsfundar jafnréttisnefnda sem haldinn var á Ísafirði 10. til 11. september s.l. Jafnréttisnefnd vekur sérstaka athygli á fyrsta lið ályktunarinnar og vísar orðrétt í hann varðandi sveitarstjórnarkosningar á næsta ári:
“landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga skorar á stjórnmálaflokka og önnur framboð að tryggja jöfn hlutföll kynjanna í efstu sætum á framboðslistum til sveitarstjórnar-kosninga vorið 2010. Það er á ábyrgð þeirra sem bjóða fram lista við kosningar að jafna hlutdeild kynja við ákvarðanatöku í stjórnmálum.” - Lögð fram styrkumsókn frá Jafnréttishúsi í Hafnarfirði. Óskað er eftir styrk til að þjálfa kennara í kennslu á námskeiðum sem byggja á samþættingu íslenskukennslu og samfélagsfærni. Erindinu frestað. Óskað eftir nánari upplýsingum svo sem námsskrá og kennsluáætlun.
- Lögð fram handbókin Jöfnum leikinn sem útgefin er af Jafnréttisstofu og fjallar um kynjasamþættingu. Samþykkt að óska eftir fleiri eintökum af bókinni og ætla nefndarmenn að kynna sér handbókina betur.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.15
Snorri Aðalsteinsson