15. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 15. desember 2008 kl. 17:00 – 17:45
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Val á stofnun / fyrirtæki sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Farið yfir tillögur sem borist hafa frá fyrirtækjum/stofnunum og starfsmönnum þeirra. Fundarmenn sammála um val á stofnun til jafnréttisviðurkenningar og auk þess samþykkt að veita viðurkenningu til eins annars aðila vegna framtaks í jafnréttismálum. Ákveðið að halda fund í nefndinni fljótlega til að undirbúa viðurkenninguna.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 17.45
Snorri Aðalsteinsson