Fara í efni

Jafnréttisnefnd

15. september 2008

13. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 15. september 2008 kl. 17:00 – 18:10

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Lagðar fram nokkrar tillögur um útlit á kynningarbæklingi um jafnréttisáætlun. Fundarmenn sammála um val á ákveðinni tillögu með minni háttar breytingum. Snorra falið að ræða við hönnuð og klára málið.
  2. Lögð fram umsókn um styrk frá Karlahópi Femínistafélags Íslands, dags. 23. maí 2008, vegna átaksins “Karlmenn segja NEI við nauðgunum” Samþykkt að styrkja átakið um 60.000.- kr.
  3. Rætt um hvernig verður staðið að vali stofnunar/fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki. Farið yfir gátlista og fleira. Ákveðið að vinna nánar fyrir næsta fund.
  4. Snorri greindi frá því að hann hefði sent tilnefningu til Jafnréttisráðs vegna samvinnuverkefnis jafnréttisnefndar og Valhúsaskóla um gerð merkis fyrir nefndina. Jafnréttisráð auglýsti eftir tilnefningum.
  5. Framkvæmdaáætlun jafnréttismálum. Greint frá svörum frá Jafnréttisstofu um málið. Ákveðið að kynna sér áætlanir annarra aðila þar sem fram koma tímasetningar og áætlun um framkvæmd.
  6. Lögð fram dagskrá Landsfundar jafnréttisnefnda sem að þessu sinni verður haldinn í Hlégarði, Mosfellsbæ 18. og 19. september n.k. Ákveðið að Snorri fari fyrri daginn en einhver fulltrúa úr jafnréttisnefnd ætlar að vera seinni daginn.
Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18.10

Snorri Aðalsteinsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?