Fara í efni

Jafnréttisnefnd

10. fundur 21. janúar 2008

10. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 21. janúar 2008 kl. 17:00 – 18:15

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Ívar Már Ottason.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Á fundinn mætti Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Gerði hún grein fyrir helstu nýmælum og breytingum í frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nefndi hún þar breytta skipan í jafnréttisráð, ofbeldismál verða eitt af verkefnum Jafnréttisstofu og aðgerðaáætlanir gegn ofbeldi. Aukið samráð verður um kynbundið ofbeldi við ýmsa opinbera aðila og félagssamtök. Sterkari heimildir eru í frumvarpinu til að fylgja eftir gerð jafnréttisáætlana hjá fyrirtækjum. Beita má dagsektum í kærumálum. Úrskurðir kærunefndar eru bindandi. Aftur verða tekin upp jafnréttisþing.

    Rætt var um gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarfélög. Auk jafnréttisáætlunar á að vera aðgerðaráætlun um hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu karla og kvenna innan sveitarfélagsins.

    Kristín greindi frá jafnréttissamningum sem sveitarfélög víða í Evrópu hafa verið að undirrita.

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið 18.15

Snorri Aðalsteinsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?