Fara í efni

Jafnréttisnefnd

7. fundur 12. september 2007

7. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 12. september 2007 kl. 17:00 – 18:10

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

 

  1. Fræðslumál. Ákveðið að fá Dr. Ingólf Gíslason frá Jafnréttisstofu til að halda fræðsluerindi fyrir starfsmenn bæjarins. Erindið verði í október nk. Dagsetning ákveðin nánar síðar.

 

  1. Merki jafnréttisnefndar. Mjög góð þátttaka var meðal nemenda í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla og bárust 64 tillögur til dómnefndar. Samhliða tillögunum varð mikil umræða og umhugsun um jafnréttismál sem endurspeglaðist í fjölbreyttum tillögum. Fræðsla um jafnréttismál var fléttuð inn í námsefni í tengslum við vinnu við tillögurnar. Fimm tillögur voru valdar úr. Hlutskörpust varð tillaga Önnu Kristínar Jensdóttur og var henni veitt viðurkenning á skólaslitunum 8. júní s.l. Ákveðið að fela auglýsingastofu að útfæra merkið nánar.

 

  1. Rædd jafnréttisfræðsla í grunnskóla Seltjarnarness. Ákveðið að spyrjast fyrir um hvernig henni verði háttað í vetur. Einnig ákveðið að spyrjast fyrir um hvað líði vinnu við jafnréttisáætlun fyrir skólann.

 

  1. Landsfundur jafnréttisnefnda í Fjarðabyggð 4. – 5. júní n. k. Snorri fór á fundinn. Greint frá því helsta sem fram fór þar.

 

  1. Lögð fram umsókn um styrk frá Karlahópi Femínistafélags Íslands, dags. 3. apríl 2007, vegna átaksins “Karlmenn segja NEI við nauðgunum” Samþykkt að styrkja átakið um 50.000.- kr.

 

  1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar. Nokkur atriði rædd sem þarf að koma að í nýrri áætlun. Ákveðið að halda vinnu áfram á næsta fundi.

 

 

Fleira ekki gert

 

Fundi slitið 18.10

Snorri Aðalsteinsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?