7. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 12. september 2007 kl. 17:00 – 18:10
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Fræðslumál. Ákveðið að fá Dr. Ingólf Gíslason frá Jafnréttisstofu til að halda fræðsluerindi fyrir starfsmenn bæjarins. Erindið verði í október nk. Dagsetning ákveðin nánar síðar.
- Merki jafnréttisnefndar. Mjög góð þátttaka var meðal nemenda í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla og bárust 64 tillögur til dómnefndar. Samhliða tillögunum varð mikil umræða og umhugsun um jafnréttismál sem endurspeglaðist í fjölbreyttum tillögum. Fræðsla um jafnréttismál var fléttuð inn í námsefni í tengslum við vinnu við tillögurnar. Fimm tillögur voru valdar úr. Hlutskörpust varð tillaga Önnu Kristínar Jensdóttur og var henni veitt viðurkenning á skólaslitunum 8. júní s.l. Ákveðið að fela auglýsingastofu að útfæra merkið nánar.
- Rædd jafnréttisfræðsla í grunnskóla Seltjarnarness. Ákveðið að spyrjast fyrir um hvernig henni verði háttað í vetur. Einnig ákveðið að spyrjast fyrir um hvað líði vinnu við jafnréttisáætlun fyrir skólann.
- Landsfundur jafnréttisnefnda í Fjarðabyggð 4. – 5. júní n. k. Snorri fór á fundinn. Greint frá því helsta sem fram fór þar.
- Lögð fram umsókn um styrk frá Karlahópi Femínistafélags Íslands, dags. 3. apríl 2007, vegna átaksins “Karlmenn segja NEI við nauðgunum” Samþykkt að styrkja átakið um 50.000.- kr.
- Endurskoðun jafnréttisáætlunar. Nokkur atriði rædd sem þarf að koma að í nýrri áætlun. Ákveðið að halda vinnu áfram á næsta fundi.
Fleira ekki gert
Fundi slitið 18.10
Snorri Aðalsteinsson