5. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 19. mars 2007 kl. 17:00 – 18:10
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Farið yfir endurskoðuð drög að erindisbréfi fyrir jafnréttisnefnd. Nefndarmenn sammála um að vísa erindisbréfinu með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- Merki fyrir jafnréttisnefnd. Guðrún og Snorri áttu fund 12. mars með Móeiði Gunnlaugsdóttur kennara í myndmennt og Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur kennara sem kennir lífsleikni. Á fundinum var ákveðið að flétta saman fræðslu um jafnréttismál í lífsleiknitímum og samkeppni um merki fyrir jafnréttisnefnd. Umfjöllun um jafnréttismál verður í apríl og samhliða því verður unnið að gerð merkis. Ákveðið að skipa dómnefnd sem í eiga sæti einn frá jafnréttisnefnd, einn myndmenntarkennari eða myndlistarmaður og einn frá bæjarstjórn. Verðlaun ákveðin 25.000.- kr. Nemendur í 9. og 10. bekk geta tekið þátt. Snorri hefur sent myndmenntarkennara og lífsleiknikennara frekari upplýsingar um jafnréttisnefnd og verkefni sem hún hefur unnið að.
Fleira ekki gert
Fundi slitið 18.10
Snorri Aðalsteinsson