3. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 17:00 – 18:10
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Ívar Már Ottason.
Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Lagt fram yfirlit yfir kynjaskiptingu í nefndum sem eru að fullu skipaðar af bæjarstjórn. Í þessum nefndum eru 33 karlar og 27 konur. Engin nefnd er alfarið skipuð öðru kyni ef frá eru taldir skoðunarmenn bæjarreikninga. Til að kynjasjónarmið fái notið sín er æskilegast að skipan kynja í nefndir sé sem jöfnust.
- Endurskoðun jafnréttisáætlunar og endurskoðun jafnréttislaga.
Rætt um störf nefndar sem vinnur að endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96 frá 22. maí 2000. Ekki er ljóst hve miklar breytingar verða á lögunum né hvort þær komi til með að hafa áhrif á markmið í endur-skoðaðri jafnréttisáætlun. Lagafrumvarp mun ekki verða lagt fram fyrr en á þingi seinni hluta vetrar.
Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Markmið núverandi jafnréttisáætlunar eru skýr og í fullu gildi en skýrar þarf að koma fram hvernig eigi að framkvæma þau. Huga þarf betur að hvort breikka eigi jafnréttishugtakið við endurskoðun áætlunarinnar. Einnig skal hafa að leiðarljósi að nefndin á að fara með málefni jafnréttismála samkvæmt lögum nr. 96/2000 og samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar samkvæmt samþykktri breytingu á bæjarmálasamþykkt, samanber fundargerð bæjarstjórnar, dags. 14.6.2006.
Nefndin fer þess á leit við bæjarstjórn að hún fái erindisbréf.
- Greint frá málum á síðasta fundi sem vísað var til skólanefndar. Skólanefnd hefur samþykkt að beina því til skólastjóra grunnskólans að hann leiði samstarf skólans og jafnréttisnefndar um gerð merkis fyrir jafnréttisnefnd. Einnig hefur skólanefnd beint því til skólastjórnenda þeirra skólastofnana bæjarins sem hafa fleiri en 25 starfsmenn að þeir móti jafnréttisáætlun.
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 19. desember nk. kl. 17:30
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.10
Snorri Aðalsteinsson