2. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 3. október 2006 kl. 17:00 – 18:20
Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.
- Snorri og Hildigunnur greindu frá fyrirlestri Ingólfs Á Jóhannssonar í Mýrarhúsaskóla 29. september s.l. á vegum Jafnréttisnefndar Seltjarnarness. Var fyrirlesturinn vel sóttur af starfsfólki beggja skólanna og talsverðar umræður og fyrirspurnir að loknum fyrirlestri.
Í framhaldi af umræðu um jafnrétti í skólastarfi var rætt um stöðu nemenda í Valhúsaskóla út frá skipun þeirra í bekki eftir getu. Jafnréttisnefnd telur mikilvægt að nemendur fái jöfn tækifæri til náms og að námið sé einstaklingsmiðað með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.
- Guðrún og Snorri greindu frá fræðslu- og samráðsfundi jafnréttisnefnda sem haldinn var í Hveragerði 21. og 22. september s. l. og einnig var lagt fram minnisblað um það helsta frá fundinum. Fundur þessi var gagnlegur því að kynnt voru ýmis verkefni sem verið er að framkvæma og önnur sem áformuð eru. Ákveðið að kanna nánar hvort hægt sé að vinna verkefni á sviði jafnréttismála í samvinnu við önnur bæarfélög.
- Lagt fram yfirlit yfir kynjaskiptingu í nefndum og ráðum hjá Seltjarnarnesbæ. Samþykkt að kanna nánar yfirlitið með tilliti til hvort kynjasjónarmið fái notið sín í starfi nefndanna og ræða á næsta fundi.
Þá komu ábendingar um auglýsingu vegna lausrar stöðu framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs. Í framhaldinu var rætt um mönnun yfirmannastarfa hjá bænum og þar af leiðandi áréttað nauðsyn þess að hvetja konur jafnt sem karla til að sækja um þegar störf eru auglýst, sbr. jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
- Endurskoðun jafnréttisáætlunar Seltjarnarness. Rætt um hvaða áherslur skuli leggja til grundvallar við endurskoðun. Mikilvægt er að fá innlegg sem flestra stjórnenda við endurskoðunina. Víkka má út jafnréttishugtakið og taka tillit til hópa sem standa höllum fæti í samfélaginu. Áætlunin þarf að taka mið af raunveruleikanum í bæjarfélaginu.
- Kannað hefur verið hvort fyrirtæki/stofnanir í bæjarfélaginu með fleiri en 25 starfsmenn hafi sett sér jafnréttisáætlun sbr. 13. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og reynist svo ekki vera.
Jafnréttisnefnd beinir því til leik- og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar en það eru vinnustaðir sem falla undir viðmið 13. gr. að gera jafnréttisáætlanir.
- Önnur mál.
Merki (logó) Jafnréttisnefndar.
Jafnréttisnefnd hefur hug á að útbúa logó. Áhugi er fyrir að virkja nemendur í Valhúsaskóla og efna til samkeppni meðal þeirra um gerð þess.
- Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 21. nóvember nk. kl. 17:00
Fleira ekki gert.
Fundi slitið 18.20
Snorri Aðalsteinsson