Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

17. ágúst 2016

393. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 17. ágúst 2016 kl. 8:00 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Gróttusamningur. Mnr. 2012090020

    Farið yfir stöðu mála. Mikilvægt er að vel verði haldið utan um starfsmannamál í þessu ferli eins og ÍTS hefur áður bent á.

  1. Greinagerð Capacent. Mnr. 2016050162. Skýrslan gefur góða yfirsýn yfir þjónustu við börn og unglinga á Seltjarnarnesi og hugmyndir um úrbætur á því sem betur mætti fara áhugaverðar. Nefndarmenn eru sammála um að unnið verði áfram með hugmyndir sem fram koma í skýrslunni og taka undir að Frístundamiðstöð Seltjarnarness geti verið spor í rétta átt við að færa allt tómstundastarf á vegum bæjarins undir eina yfirstjórn. Hins vegar eru nefndarmenn ekki eins sannfærðir um að færsla málaflokka yfir á Fræðslusvið sé farsælasta lausnin þó ýmis tækifæri séu fyrir hendi í samþættingu.

  2. Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.

    Reglur um Afreksmannasjóð lagðar fram og ræddar, en í Íþrótta- tómstunda- og lýðsheilsustefnu sem bæjarstjórn samþykkti árið að 2014 er stefnt að stofnun sjóðsins. Mikilvægt er að gert verði ráð fyrir ákveðinni fjárhæð í fjárhagsáætlun 2017 til stofnunar á sjóðnum. Málinu vísað til bæjarráðs.

  1. Málefni Selsins. Mnr. 2016010114 Lagðar voru fram skýrslur sumarstarfsins. Sumarstarfið gekk afar vel í sumar og aðsóknin mjög góð. Skýrslur sumarstarfsins voru skýrar og vel unnar og þakkar ÍTS starfsmönnum fyrir einstaklega greinargóðar skýrslur og gott starf.

  1. Launatölur - staða. Mnr. 2015090180.

    Launatölur lagðar fram og frávik í Selinu útskýrð.

  1. Staða á ýmsum styrkjum. Mnr. 2016030068.

    Farið var yfir stöðuna á ýmsum styrkjum.

  1. Sundlaug – aðsókn og tekjur. Mnr. 2016030067. Aðsókn sundlaugar hefur verið góð í sumar og áfram eru aðsóknartölur vaxandi.

  1. Ferðastyrkur vegna ferðar U-18 til Króatíu. Mnr. 2016080067.

    Samþykkt að veita Jóhanni Kaldal kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.

  1. Ferðastyrkur vegna ferða unglingalandsliðs KKÍ til Búlgaríu og Finnlands. Mnr. 2016080051 og 2016080052

    Samþykkt að veit Sigvalda Eggertssyni kr. 60 þúsund vegna ferðanna.

  2. Ferðastyrkur vegna ferðar rústabjörgunardeildar Ársæls til Þýskalands. Mnr. 2016070030.

    Samþykkt að veita Karli Inga Björnssyni kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.

Fundi slitið kl. 9:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?