393. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 17. ágúst 2016 kl. 8:00 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
-
Gróttusamningur. Mnr. 2012090020
Farið yfir stöðu mála. Mikilvægt er að vel verði haldið utan um starfsmannamál í þessu ferli eins og ÍTS hefur áður bent á.
-
Greinagerð Capacent. Mnr. 2016050162. Skýrslan gefur góða yfirsýn yfir þjónustu við börn og unglinga á Seltjarnarnesi og hugmyndir um úrbætur á því sem betur mætti fara áhugaverðar. Nefndarmenn eru sammála um að unnið verði áfram með hugmyndir sem fram koma í skýrslunni og taka undir að Frístundamiðstöð Seltjarnarness geti verið spor í rétta átt við að færa allt tómstundastarf á vegum bæjarins undir eina yfirstjórn. Hins vegar eru nefndarmenn ekki eins sannfærðir um að færsla málaflokka yfir á Fræðslusvið sé farsælasta lausnin þó ýmis tækifæri séu fyrir hendi í samþættingu.
-
Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.
Reglur um Afreksmannasjóð lagðar fram og ræddar, en í Íþrótta- tómstunda- og lýðsheilsustefnu sem bæjarstjórn samþykkti árið að 2014 er stefnt að stofnun sjóðsins. Mikilvægt er að gert verði ráð fyrir ákveðinni fjárhæð í fjárhagsáætlun 2017 til stofnunar á sjóðnum. Málinu vísað til bæjarráðs.
-
Málefni Selsins. Mnr. 2016010114 Lagðar voru fram skýrslur sumarstarfsins. Sumarstarfið gekk afar vel í sumar og aðsóknin mjög góð. Skýrslur sumarstarfsins voru skýrar og vel unnar og þakkar ÍTS starfsmönnum fyrir einstaklega greinargóðar skýrslur og gott starf.
-
Launatölur - staða. Mnr. 2015090180.
Launatölur lagðar fram og frávik í Selinu útskýrð.
-
Staða á ýmsum styrkjum. Mnr. 2016030068.
Farið var yfir stöðuna á ýmsum styrkjum.
-
Sundlaug – aðsókn og tekjur. Mnr. 2016030067. Aðsókn sundlaugar hefur verið góð í sumar og áfram eru aðsóknartölur vaxandi.
-
Ferðastyrkur vegna ferðar U-18 til Króatíu. Mnr. 2016080067.
Samþykkt að veita Jóhanni Kaldal kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Ferðastyrkur vegna ferða unglingalandsliðs KKÍ til Búlgaríu og Finnlands. Mnr. 2016080051 og 2016080052
Samþykkt að veit Sigvalda Eggertssyni kr. 60 þúsund vegna ferðanna.
-
Ferðastyrkur vegna ferðar rústabjörgunardeildar Ársæls til Þýskalands. Mnr. 2016070030.
Samþykkt að veita Karli Inga Björnssyni kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.
Fundi slitið kl. 9:10.