392. (17)fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
-
Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Mnr. 2012110013.
Farið var yfir núverandi samning og þær breytingar sem eru framundan. Þær eru helstar að meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur verið stofnaður og bætist við ásamt starfsemi kraftlyftingadeildar. Eins breytast upphæðir deilda frá núverandi samningi.
-
Greinagerð Capacent. Mnr. 2016050162. Greinagerðin kynnt og frekari umræðu frestað til næsta fundar.
-
Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.
Reglur fyrir afreksmannasjóð Seltjarnarness kynntar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar ÍTS.
-
Heilsuvika. ÍTS mælist til þess að undirbúin verði heilsuvika næsta vor annaðhvort í tengslum við Neshlaupið eða Hreyfiviku UMFÍ.
-
Fréttabréf Gróttu. Mnr. 2016060102. Fréttabréfið lagt fram og kynnt.
-
Gervigrasvöllur – staða framkvæmda. Mnr. 2015080340. Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála. Búið er að skipta um gúmmí á báðum sparkvöllunum og góður gangur er á keppnis- og æfingavelli.
-
Fréttir úr Selinu. Mnr. 2016010114. Sumarnámskeið Selsins fara mjög vel af stað. Mikill fjöldi krakka sækja námskeiðin og starfsliðið mjög vel mannað.
-
Launatölur – staða . Mnr. 2015090180. Sviðsstjóri kynnti stöðuna í íþróttahúsi, sundlaug og Seli fyrstu fimm mánuði ársins.
-
Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039. Verið er að skipta Lotus-umhverfinu í netumhverfi og því beðið með áframhald á innleiðingu rafrænna umsókna.
-
Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.
Tölurnar lagðar fram. Enn er aðsóknaraukning eins og verið hefur alla mánuði 2016 miðað við sömu mánuði 2015.
-
Styrkir til íþrótta- og tómstundamála - staða. Mnr. 2016030068. Farið yfir stöðu mála ýmsum styrkjum. Umsóknir tómstundastyrkja standa í nærri 340 umsóknum.
-
Ferðastyrkur vegna HM í Danmörku og HM í S-Afríku. Mnr. 2016060103
Samþykkt að veita Fanney Hauksdóttur 50 þúsund króna styrk.
-
Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 201605007.
Samþykkt að veita Kötlu Sigurást Pálsdóttur kr. 30 þúsund króna styrk.
-
Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 2016060104.
Samþykkt að veita Ragnheiði Kristínu Haraldsdóttur 30 þúsund króna styrk.
-
Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 2016050397.
Samþykkt að veita Maríu Haraldsdóttur 30 þúsund króna styrk.
-
Ferðastyrkur vegna U-18 í handbolta til Svíþjóðar. Mnr. 2016060011. Samþykkt að veita Önnu Katrínu Stefánsdóttur kr. 30 þúsund í styrk.
-
Styrkbeiðni vegna afmælissýningar fimleikadeildar. Mnr. 2016060099.
Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 250 þúsund króna styrk vegna afmælissýningar.
Fundi slitið kl. 9:10.