389.(14.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 16.mars 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sátu fundinn Helga Kristín Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
- Stefnumótun Gróttu. Mnr. 2016030065.
Stefnumótunin kynnt og lögð fram. - Samstarf Gróttu og Selsins vegna sumarnámskeiða. Mnr. 2015050130
Forstöðumaður Selsins sagði frá fundi með Gróttu vegna samvinnu knattspyrnunámskeiða og leikjanámskeiða. Niðurstaðan var sú að auka samvinnu á milli leikja og knattspyrnuskóla með hag barna að leiðarljósi. - Gjaldskrá sundlaugar. Mnr. 2015120021.
Farið var yfir gjaldskrá sundlaugar. - Reglugerð vegna tómstundastyrkja. Mnr. 2016010112.
Lagt er til að eftirfarandi verði bætt við reglugerðina ; „Hvers kyns tungumálaskóli eða námskeið, að fenginni umsögn fræðslustjóra“. ÍTS samþykkir þessa breytingu. - Rafrænar umsóknir. Mnr. 2016030039.
Umræða fór fram um málið og ÍTS leggur áherslu á að rafrænum samskiptum við bæjarfélagið verði komið á hið fyrsta. - Gervigrasvöllur - framkvæmdir. Mnr. 2015080340.
Formaður sagði frá útboðsferlinu og lýsti ánægju yfir vinnu VSÓ í málinu. ÍTS leggur áherslu á að gerð verði heildaráætlun um framkvæmdina þar sem skipulag verði á öllu umfanginu sem verkinu fylgir og kynnt mjög vel - Styrkbeiðni handknattleiksdeildar vegna Final 4. Mnr. 2016020124.
Samþykkt að veita meistaraflokkum handknattleikdseildar 500 þúsund króna styrk vegna Bikarúrslitahelgar HSÍ í Laugardalshöll. - Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Spánar. Mnr. 2016030069.
Samþykkt að veita meistaraflokki karla í knattspyrnu 140 þúsund króna styrk vegna æfingaferðar þeirra til Spánar. - Styrkbeiðni vegna USA Cup í Bandaríkjunum og Dana Cup í Danmörku. Mnr. 2016030070.
Samþykkt að veita 3.flokki kvenna í knattspyrnu 140 þúsund króna styrk vegna þátttöku þeirra í USA Cup og 4.flokki kvenna í knattspurnu 140 þúsund vegna þátttöku þeirra í Dana Cup. - Styrkbeiðni vegna Norðulandamóts í snóker. Mnr. 2016030036.
Samþykkt að veita Unnari Bragasyni 30 þúsund króna styrk. - Sundlaug – aðsókn og tekjur 2016. Mnr. 2016030067.
Sviðsstjóri fór yfir aðsóknar- og tekjutölur 2016 í samanburði við 2015. - Styrkir til íþrótta- og tómstundamála - staða. Mnr. 2016030068.
Farið var yfir stöðu á ýmsum styrkjum. - Ósk Gróttu um að annast rekstur íþróttamannvirkja. Mnr.
Minnisblað Gróttu lagt fram. Nefndarmenn óska eftir mun nánari greinagerð, forsendum og rekstraráætlun. Málinu frestað og verður aftur tekið til umfjöllunar þegar gögn berast.
Fundi slitið kl. 9:45