388. (13.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 28.jan. 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sátu fundinn tveir áheyrnarfulltrúar Ungmennaráðs.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
- Fundatímar ÍTS árið 2016. Mnr. 2016010024.
Tillaga formanns lögð fram og samþykkt. Dagsetningar verða settar á heimasíðu bæjarins. - Fundur formanns ÍTS með formanni ÍTR.
Formaður sagði frá fundi sem hann og formaður fimleikadeildar Gróttu áttu með formanni ÍTR. Þar kom m.a. fram að Reykjavíkurborg hefur ekki útilokað samvinnu í uppbyggingu á fimleikaaðstöðu. - Tómstundastyrkir á rafrænt form. Mnr. 2016010112.
ÍTS telur mikilvægt að umsóknir tómstundastyrkja komist á rafrænt form hið fyrsta. Varaformaður fylgir málinu eftir. - Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2015. Mnr. 2016010115.
Undir þessum lið vék sviðsstjóri og Rán Ólafsdóttir af fundi.
Farið var yfir ábendingar og tilnefningar. Kjörið verður kunngjört í árlegu hófi bæjarins þann 2. febrúar næstkomandi í Félagsheimili Seltjarnarness. - Pólski skólinn. Mnr. 2015120046.
Ósk Pólska skólans um að nemendur hans falli undir reglugerð tómstundastyrkja rædd. ÍTS tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu til næsta fundar. ÍTS mun breyta reglum sínum þannig að nám/námskeið í tungumálum falli undir reglurnar, að undangenginni umsögn fræðslustjóra. - Félag eldri borgara. Mnr. 2015100091.
Formaður sagði frá fundi sem fulltrúar ÍTS áttu með stjórn Eldri borgara á Seltjarnarnesi. - Gervigrasvöllur – framkvæmdir. Mnr. 2015080340.
Formaður sagði frá gangi mála. Það kom fram að verið væri að yfirfara útboðsgögn og stefnt að því að þau færu í auglýsingu fljótlega. Knattspyrnudeild mun nýta alla þá aðstöðu sem Seltjarnarnes býður uppá til knattspyrnuiðkunar meðan á verkframkvæmdum stendur en einnig leigja aðstöðu hjá nágrannasveitarfélögum. - Málefni Selsins. Mnr. 2016010114.
Forstöðumaður Selsins sagði frá gangi mála í Selinu. Öll verkefni ganga vel og kom fram að verið væri að undirbúa unglingaráðsfólk undir nefndasetu í nefndum bæjarins. Fulltrúar unglingaráðs sögðu frá samstarfi við ungmennaráð í Lundi og ræddu fyrirhugaða heimsókn. - Sundlaug – aðsókn og tekjur 2014 og 2015. Mnr. 2014100037.
Sviðsstjóri fór yfir samanburð á aðsókn og tekjum sundlaugar á milli áranna 2014 og 2015. Þar kom fram að tekjur af kortasölu og korthafa World Class jukust um 14% og heildaraðsókn um 19%. - Niðurstaða tómstundastyrkja 2015. Mnr. 2014120040.
Samkvæmt upplýsingum úr bókhaldi fengu 555 börn greiddan tómstundastyrk. Samkvæmt íbúasýn eiga 717 börn frá 6-18 ára aldurs lögheimili á Seltjarnarnesi. Það eru því liðlega 77% barna sem nýttu sér styrkinn. - Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Spánar. Mnr. 2016010113.
Samþykkt að veita 2. flokki kvenna í knattspyrnu kr. 140 þúsund króna ferðastyrk vegna æfingaferðar til Spánar. - UMFÍ – Ungt fólk og lýðræði – ráðstefna um geðheilsu. Mnr. 2016010116.
ÍTS hvetur ungt fólk úr Selinu og þjálfara frá Gróttu að sækja ráðstefnuna. ÍTS er reiðubúið að greiða þátttökugjald fyrir allt að 4 einstaklinga. - Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs HSÍ.vc Mnr. 2016020107
Samþykkt að veita fimm þjálfurum handknattleiksdeildar Gróttu styrk að upphæð kr. 15 þúsund hverjum samkvæmt reglum ÍTS um þjálfarastyrki innanlands. - Styrkbeiðni unglingaráðs handknattleikseildar Gróttu vegna fyrirlesturs. Mnr. 2016020074.
Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk.
Fundi slitið kl. 9:45