384. (10.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 24. sept. 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
- Gallup könnun. Mnr. 2015020039.
Söfnun netfanga hefur farið fram undanfarnar tvær vikur í umsjón starfsmanna sundlaugar og World Class. Verið er að undirbúa að senda könnunina á söfnuð netföng. Stefnt er að niðurstöður verði kynntar á næsta fundi ÍTS í nóvember. - Endurskoðun ferðastyrkja ÍTS. Mnr. 2015090179.
Ferðastyrkir ræddir og stefnt að því að ljúka málinu á næsta fundi. -
Stefnumótunardagur Gróttu haldinn 26.september 2015. Mnr. 2015090181.
Formaður sagði frá fyrirhuguðum stefnumótunardegi og hvatti nefndarmenn að mæta. -
Fjárhagsáætlun 2016 – undirbúningur. Mnr. 2015090178. Sviðsstjóri fór yfir dagsetningar og feril fjárhagsáætlunar 2016. Gert verður ráð fyrir sömu krónutölu og 2015.
-
Skýrslur leikjanámskeiða og Vinnuskóla. Mnr. 2015090172. Forstöðumaður Selsins fór yfir helstu atriði skýrslnanna. Rætt var um samstarf Selsins og knattspyrnuskóla í sumar og ákveðið að funda með Gróttu og forsvarsmönnum Selsins.
-
Styrkbeiðni vegna ferða U-19 til Svíþjóðar, Qatar og Rússlands. Mnr. 2015090039 – 2015090040 og 2015080476.
Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni kr. 60 þúsund vegna 3ja ferða hans með U-19. -
Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.
Aðsóknar- og tekjutölur fyrstu átta mánuði ársins lagðar fram og bornar saman við sama tíma 2014. Fram kom að aðsókn og tekjur hafa aukist frá vorinu -
Styrkir til íþrótta- og tómstundamála – staða. Mnr. 2014120043. Farið var yfir stöðu og hreyfingar á ýmsum styrkjum.
Fundi slitið kl. 09:25.