382. (8.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 25. júní 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Guðmundur Ari.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Gallup könnun – spurningalisti og framkvæmd. Mnr. 2015020039.
Spurningar lagðar fram og stefnt að því að hefja könnun í byrjun júlí.
-
Körfuboltavöllur í Valhúsaskóla.
ÍTS leggur áherslu á að málið verði klárað sem fyrst.
-
Lekamál í sundlaug.
ÍTS leggur áherslu á að málið verði klárað sem fyrst.
-
Erindi frá Gróttu vegna íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2012090020.
Skýrsla HLH ehf.frá 2013 um kosti og galla þess að Íþróttafélagið Grótta annist rekstur íþróttamannvirkja hjá Seltjarnarnesbæ lögð fram og rædd. ÍTS mun funda með aðalstjórn vegna málsins.
Varðandi endurbætur á íþróttahúsi upplýsti formaður að viðræður standa enn yfir við Reykjavíkurborg.Samstarf við Reykjavík City Card. Mnr. 2015060163.Samningur vegna samstarfsins lagður fram.
-
Selið, farið yfir sumarstarfið sem er nýhafið. Mnr. 2015050131.
Forstöðumaður Selsins fór yfir málefni Selsins, ungmennaráðs og sumarstarfsins. Hann upplýsti að starfið hafi gengið mjög vel, góð þátttaka og almenn ánægja með starfið. Forstöðumaður lagði þó áherslu á að skipuleggja þurfi enn betur samstarf sumarstarfs Selsins og Gróttu.
-
Skyndihjálparnámskeið. Mnr. 2015050130.
Stefnt er að því að halda skyndihjálparnámskeið þegar líður að hausti fyrir öll aðildarfélög Seltjarnarnesbæjar sem sinna börnum og unglingum.
-
Munntóbaksnotkun – átak með Gróttu.
Farið var yfir málið með stjórn Gróttu á fundi í júní og íþróttafulltrúa falið að halda árvekni áfram.
-
Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.
Aðsóknar- og tekjutölur fyrstu fimm mánuði ársins lagðar fram og bornar saman við sama tíma 2014.
-
Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs - staða. Mnr. 2014120043.
Farið var yrir hreyfingar á ýmsum styrkjum. - Tómstundastyrkir - staða. Mnr. 20147120043.
Farið var yfir stöðu á tómstundastyrkjum. - Greinargerð sviðsstjóra um gervigrasið. Mnr. 2015050140.
Farið yfir greinargerðina og önnur gögn. Sviðsstjóra falið að útvega sundurliðuð verð vegna endurnýjunar á gervigrasi. -
Styrkbeiðni vegna HM í bekkpressu í Svíþjóð. Mnr. 2015060165
Samþykkt að veita Fanneyju Hauksdóttur 50 þúsund króna styrk vegna framúrskarandi árangurs á HM.
Fundi slitið kl. 10:00