Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

26. mars 2015
380. (6.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 26.mars 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason.

Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness. Mnr. 2014120041.

    Farið yfir framgang kjörsins sem tókst vel.

  2. Bréf frá World Class varðandi aðgangseyri í sundlaug skv. samningi. Mnr. 2015020044.

    Bréfið lagt fram, formanni og sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið með forsvarsmönnum World Class og athuga endurskoðun á heildarsamningi.

  3. Aðgerðaráætlun, forgangslisti lagður fram og ræddur. Mnr. 2014080021.

    Farið var yfir aðgerðaráætlunina og kom fram að ýmsir þættir eru núþegar í gangi. Haldið verður áfram að fylgja áætluninni.

  4. Minnisblað formanns um aðgerðir vegna fækkunar í sundlaug. Mnr. 2014100037.

    Minnisblaðið lagt fram og rætt.

  5. Bókun Reykjavíkurborgar um rekstur fimleikahúss. Mnr. 2015030051.

    Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg þar sem samþykkt er að hefja viðræður við Seltjarnarnesbæ um samstarf um rekstur fimleikahúss.

  6. Gallup könnun, gestur fundarins er Þórhallur Ólafsson. Mnr. 2015030054.

    Þórhallur fór yfir hvernig þjónustukönnun fyrir sundlaug gæti litið út.

  7. Málefni Selsins. Mnr. 2015030052.

    Margrét forstöðumaður Selsins verður í veikindafríi e-ð fram á sumar. Guðmundur Ari Sigurjónsson mun taka við starfi Margrétar á meðan.

  8. Árangur handknattleiksdeildar Gróttu. Mnr. 2015030053.

    Farið var yfir árangur meistaraflokka karla og kvenna í handknattleik í vetur. ÍTS óskar meistaraflokki kvenna til hamingju með Bikarmeistaratitilinn og samþykkt að veita liðinu 500 þúsund króna styrk samkv.samningi

    Eva Margrét Kristinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

  9. Ársreikningar Gróttu. Mnr. 2015030050.

    Lagðir fram. ÍTS hrósar Gróttu fyrir faglega framsetningu ársreikninga og hvetur til þess að þeir verði birtir á heimasíðu félagsins.

  10. Fimleikagólfið komið í hús. Mnr. 2012100079.

    Formaður tilkynnti að fimleikagólfið væri komið í hús og uppsett við mikinn fögnuð fimleikafólks.

  11. Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar janúar og febrúar 2014 og 2015. Mnr. 2014100037.

    Aðsóknartölur skoðaðar og ræddar.

  12. Ýmsir styrkir til íþrótta- og tómstundamála. Mnr. 2014120043.

    Farið var yfir hreyfingar á ýmsum styrkjum.

  13. Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.

    Lagt var fram hugmynd að texta.

  14. Styrkumsókn vegna ferðar U-17 kvk. í handknattleik til Færeyja. Mnr. 2015030060.

    Samþykkt að veita Elínu Helgu Lárusdóttur og Lovísu Thompson 20 þúsund króna styrk hvorri.

  15. Styrkumsókn vegna ferðar landsliðs í kraftlyftingum til Finnlands. Mnr. 2015030056.

    Samþykkt að veita Matthildi Óskarsdóttur 20 þúsund króna styrk.

    Fundi slitið kl.9:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?