Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason.
Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Kjör íþróttamanns Seltjarnarness. Mnr. 2014120041.
Farið yfir framgang kjörsins sem tókst vel.
-
Bréf frá World Class varðandi aðgangseyri í sundlaug skv. samningi. Mnr. 2015020044.
Bréfið lagt fram, formanni og sviðsstjóra falið að vinna áfram með málið með forsvarsmönnum World Class og athuga endurskoðun á heildarsamningi.
-
Aðgerðaráætlun, forgangslisti lagður fram og ræddur. Mnr. 2014080021.
Farið var yfir aðgerðaráætlunina og kom fram að ýmsir þættir eru núþegar í gangi. Haldið verður áfram að fylgja áætluninni.
-
Minnisblað formanns um aðgerðir vegna fækkunar í sundlaug. Mnr. 2014100037.
Minnisblaðið lagt fram og rætt.
-
Bókun Reykjavíkurborgar um rekstur fimleikahúss. Mnr. 2015030051.
Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg þar sem samþykkt er að hefja viðræður við Seltjarnarnesbæ um samstarf um rekstur fimleikahúss.
-
Gallup könnun, gestur fundarins er Þórhallur Ólafsson. Mnr. 2015030054.
Þórhallur fór yfir hvernig þjónustukönnun fyrir sundlaug gæti litið út.
-
Málefni Selsins. Mnr. 2015030052.
Margrét forstöðumaður Selsins verður í veikindafríi e-ð fram á sumar. Guðmundur Ari Sigurjónsson mun taka við starfi Margrétar á meðan.
-
Árangur handknattleiksdeildar Gróttu. Mnr. 2015030053.
Farið var yfir árangur meistaraflokka karla og kvenna í handknattleik í vetur. ÍTS óskar meistaraflokki kvenna til hamingju með Bikarmeistaratitilinn og samþykkt að veita liðinu 500 þúsund króna styrk samkv.samningi
Eva Margrét Kristinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
-
Ársreikningar Gróttu. Mnr. 2015030050.
Lagðir fram. ÍTS hrósar Gróttu fyrir faglega framsetningu ársreikninga og hvetur til þess að þeir verði birtir á heimasíðu félagsins.
-
Fimleikagólfið komið í hús. Mnr. 2012100079.
Formaður tilkynnti að fimleikagólfið væri komið í hús og uppsett við mikinn fögnuð fimleikafólks.
-
Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar janúar og febrúar 2014 og 2015. Mnr. 2014100037.
Aðsóknartölur skoðaðar og ræddar.
-
Ýmsir styrkir til íþrótta- og tómstundamála. Mnr. 2014120043.
Farið var yfir hreyfingar á ýmsum styrkjum.
-
Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.
Lagt var fram hugmynd að texta.
-
Styrkumsókn vegna ferðar U-17 kvk. í handknattleik til Færeyja. Mnr. 2015030060.
Samþykkt að veita Elínu Helgu Lárusdóttur og Lovísu Thompson 20 þúsund króna styrk hvorri.
-
Styrkumsókn vegna ferðar landsliðs í kraftlyftingum til Finnlands. Mnr. 2015030056.
Samþykkt að veita Matthildi Óskarsdóttur 20 þúsund króna styrk.
Fundi slitið kl.9:50