379. (5.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.
Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Fundatímar ÍTS.
Lagðir voru fram fundatímar ÍTS fram á sumar. - Umsóknarblað um íþrótta- og tómstundastyrki. Mnr. 2015020026.
Umsóknarblaðið lagt fram og samþykkt. - Íþróttamaður/kona Seltjarnarness 2014. Mnr. 2014120041.
Farið yfir tilnefningar sem hafa borist.
Haukur Geirmundsson vék af fundi undir þessum lið. - Aðgerðaráætlun íþrótta- og tómstundastefnu Seltjarnarness. Mnr. 2014080021.
Farið yfir markmið og leiðir íþrótta- tómstunda- og lýðheilsustefnunnar og ákveðið að formaður listi upp forgangsmál sem stefnt er að klára eins fljótt og auðið er. - Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.
Farið var yfir viðmið sjóðsins og nánari útfærsla lögð fram á næsta fundi ÍTS. - Erindi frá vinafélagi Pólska skólans. Mnr. 2015020002.
Í erindinu er óskað eftir því að nemendur Pólska skólans sem búsettir eru á Seltjarnarnesi fái aðild að tómstundastyrkjum bæjarins. Erindi Pólska skólans fellur ekki að reglum ÍTS um tómstundastyrki og er því hafnað. - Erindi frá Hjólakrafti. Mnr. 2015020022.
Í erindinu er óskað eftir því að þátttakendur á námskeiðum Hjólakrafts sem búsettir eru á Seltjarnarnesi fái aðild að tómstundastyrkjum bæjarins. Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið. - Sundlaug – aðsóknartölur og tekjur. Mnr. 2014100037.
Bornar voru saman aðsóknar- og tekjutölur janúarmánaða 2014 og 2015. Aðsókn hefur verið að dragast saman frá árinu 2012. Sviðsstjóra falið að bera saman aðsóknartölur sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og þróun þeirra. Rædd var hugmynd um að gera skoðanakönnun er varðar aðsókn í sundlaugina. - Ýmsir styrkir og tómstundastyrkir. Mnr. 2014120043
Farið var yfir hreyfingar 2015 á styrkjaliðum. - Málefni knattspyrnufélagsins Kríunnar. Mnr. 2014100045.
Ákveðið hefur verið að bjóða iðkendum Kríunnar að nota gervigrasvöllinn á sömu forsendum og í fyrrasumar. - Málefni knattspyrnufélagsins KV. Mnr. 2015020023.
Erindi KV.rætt og að höfðu samráði við knattspyrnudeild Gróttu er erindinu hafnað. - Styrkumsókn vegna ferðar á Partilla Cup í Svíþjóð. Mnr. 2015020019.
Samþykkt að veita 4.og 5.flokki karla og kvenna í handknattleik kr. 420 þúsund. - Styrkumsókn vegna æfingaferðar til London. Mnr. 2015020020.
Samþykkt að veita 2.flokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðarinnar. - Styrkumsókn vegna æfinga og keppnisferðar til Bandaríkjanna. Mnr. 2015020018.
Samþykkt að veita meistarahópi stúlkna í áhaldafimleikum kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðarinnar.
Fundi slitið kl.9:30