Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

18. desember 2014
378. (4.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 18.desember 2014 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Golfklúbbur Ness – skýrsla og drög að samningi. Mnr. 2014120037
    Samningurinn ræddur og nefndarmenn sammála um að börn af Seltjarnarnesi hafi forgang á sumarnámskeið klúbbsins. Íþróttafulltrúa og formanni falið að ganga endanlega frá nýjum samningi við golfklúbbinn.
  2.  Fundargerð samráðshóps. Mnr. 2014120038.
    Nokkur málefni frá fundi samráðshópsins rædd. M.a. foreldrarölt og opnunartími Hagkaupa.
  3. Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2014120039.
    Fjárhagsáætlunin lögð fram.
  4. Tómstundastyrkir 2015. Mnr. 2014120040.
    Tómstundastyrkir hækka um áramótin í 50 þúsund. Seltjarnarnes greiðir hæstu styrkina á landsvísu.
  5. Nafnabreyting Suðurstrandavallar. Mnr.
    Knattspyrnustjórn Gróttu hefur hug á að fá fyrirtæki til þess að hafa sína merkingu á völlinn líkt og í íþróttahúsinu. Íþróttanefndin tekur vel í erindið.
  6. Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2014. Mnr. 2014120041.
    Kjörið rætt og ákveðið að það fari fram í janúar eða febrúar. Send eru út bréf til íþróttafélaga og aðildarfélaga ÍSÍ til að ná til sem flestra íþróttamanna.
  7. Aðsóknartölur sundlaugar. Mnr. 2014100037.
    Fækkun hefur verið í aðsókn sundlaugar frá árinu 2012. Helsti áhrifavaldurinn er veðrið. Nefndarmenn ræddu um að kynna þyrfti sundlaugina betur.
  8. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 2014120043.
    Ýmsir styrkir fara framúr fjárhagsáætlun 2014. Liðurinn verður hækkaður á árinu 2015.
  9. Styrkbeiðni frá handknattleikdseild. Mnr. 2014110020.
    Samþykkt að veita 3.flokki Gróttu í handknattleik kr. 140 þúsund í ferðastyrk.
  10. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar U-17 í handknattleik. Mnr. 2014100046.
    Samþykkt að veita Gísla Gunnarssyni kr. 20 þúsund í ferðastyrk.
  11. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar U-19 í handknattleik. Mnr. 2014120042.
    Samþykkt að veita Þorgeiri Davíðssyni og Hjalta Hjaltasyni kr. 20 þúsund í ferðastyrk með fyrirvara um að staðfesting frá HSÍ berist ÍTS.
  12. Málefni Knattspyrnufélagsins Kríunnar. Mnr. 2014100045.
    Farið var yfir fyrirspurn knattspyrnufélagsins Kríunnar um að fá afnot af gervigrasvelli Gróttu. Ákveðið var að bjóða þeim sömu kjör og í fyrrasumar. Beðið er eftir viðbrögðum forráðamanna Kríunnar.
  13. Kraftlyftingadeild Gróttu – erindi um aðild að samningi. Mnr. 201406007.
    Erindið lagt fram og tekið fyrir á næsta fundi ÍTS.
    Magnús Guðmundsson sagði frá því að hann væri fluttur til Reykjavíkur og myndi því hætta í Íþrótta- og tómstundaráði. Hann þakkaði fyrir samveruna.

Fundi slitið kl.9:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?