378. (4.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 18.desember 2014 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Golfklúbbur Ness – skýrsla og drög að samningi. Mnr. 2014120037
Samningurinn ræddur og nefndarmenn sammála um að börn af Seltjarnarnesi hafi forgang á sumarnámskeið klúbbsins. Íþróttafulltrúa og formanni falið að ganga endanlega frá nýjum samningi við golfklúbbinn. - Fundargerð samráðshóps. Mnr. 2014120038.
Nokkur málefni frá fundi samráðshópsins rædd. M.a. foreldrarölt og opnunartími Hagkaupa. - Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2014120039.
Fjárhagsáætlunin lögð fram. - Tómstundastyrkir 2015. Mnr. 2014120040.
Tómstundastyrkir hækka um áramótin í 50 þúsund. Seltjarnarnes greiðir hæstu styrkina á landsvísu. - Nafnabreyting Suðurstrandavallar. Mnr.
Knattspyrnustjórn Gróttu hefur hug á að fá fyrirtæki til þess að hafa sína merkingu á völlinn líkt og í íþróttahúsinu. Íþróttanefndin tekur vel í erindið. - Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2014. Mnr. 2014120041.
Kjörið rætt og ákveðið að það fari fram í janúar eða febrúar. Send eru út bréf til íþróttafélaga og aðildarfélaga ÍSÍ til að ná til sem flestra íþróttamanna. - Aðsóknartölur sundlaugar. Mnr. 2014100037.
Fækkun hefur verið í aðsókn sundlaugar frá árinu 2012. Helsti áhrifavaldurinn er veðrið. Nefndarmenn ræddu um að kynna þyrfti sundlaugina betur. - Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 2014120043.
Ýmsir styrkir fara framúr fjárhagsáætlun 2014. Liðurinn verður hækkaður á árinu 2015. - Styrkbeiðni frá handknattleikdseild. Mnr. 2014110020.
Samþykkt að veita 3.flokki Gróttu í handknattleik kr. 140 þúsund í ferðastyrk. - Styrkbeiðni vegna keppnisferðar U-17 í handknattleik. Mnr. 2014100046.
Samþykkt að veita Gísla Gunnarssyni kr. 20 þúsund í ferðastyrk. - Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar U-19 í handknattleik. Mnr. 2014120042.
Samþykkt að veita Þorgeiri Davíðssyni og Hjalta Hjaltasyni kr. 20 þúsund í ferðastyrk með fyrirvara um að staðfesting frá HSÍ berist ÍTS. - Málefni Knattspyrnufélagsins Kríunnar. Mnr. 2014100045.
Farið var yfir fyrirspurn knattspyrnufélagsins Kríunnar um að fá afnot af gervigrasvelli Gróttu. Ákveðið var að bjóða þeim sömu kjör og í fyrrasumar. Beðið er eftir viðbrögðum forráðamanna Kríunnar. - Kraftlyftingadeild Gróttu – erindi um aðild að samningi. Mnr. 201406007.
Erindið lagt fram og tekið fyrir á næsta fundi ÍTS.
Magnús Guðmundsson sagði frá því að hann væri fluttur til Reykjavíkur og myndi því hætta í Íþrótta- og tómstundaráði. Hann þakkaði fyrir samveruna.
Fundi slitið kl.9:20