377. (3.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 28.október 2014 kl. 8:00 í samkomusal íþróttahúss.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristindsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir og Magnús Ingi Guðmundsson.
Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
Fjárhagsáætlun 2015. Mnr. 201430048.
Farið var yfir þá liði sem breytast í áætlun 2015.
Bókun Neslistans og Samfylkingarinnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Meginmarkmið tómstundastyrkja er að öll börn og ungmenni á Seltjarnarnesi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Nú stendur til að hækka styrkinn úr 30.000 krónum í 50.000 krónur. Ber að fagna þeirri ákvörðun.
Það er engu að síður áhyggjuefni hversu lágt hlutfall barna og unglinga nýtir sér styrkinn. Það að styrkurinn er borgaður út tvisvar á ári, eftir á, og að foreldrar þurfa að skila umsókn um styrkinn á skrifstofur bæjarins kann að skýra það að hluta. Við hjá Neslistanum og Samfylkingunni teljum þetta óheppilegt fyrirkomulag og teljum það falla betur að markmiði styrkjanna að hægt sé að ráðstafa þeim jafnóðum, eins og gert er t.d.í Reykjavík. Með því móti væri hægt að koma betur til móts við fjölskyldur sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að borga æfingagjöldin á einu bretti. Einnig væri hægt að gera umsóknarferlið auðveldara með því að gera það rafrænt.
Eva Margrét, fulltrúi Samfylkingarinnar í ÍTS
Rán Ólafsdóttir, fulltrúi Neslista í ÍTS
Fundi slitið kl. 9.