Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

17. október 2014

376 (2.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 17.október 2014 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Kalla Björg Karlsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Eva Margrét Kristinsdóttir boðað forföll.

Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Mannvirkjamál – viðhaldsáætlun. Mnr. 2014030048.
    Farið var yfir helstu viðhaldsmál íþróttamiðstöðvar.
  2. Fjárhagsáætlun 2015. Mnr. 2014030048.
    Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Lagt til að ÍTS hittist fljótlega á aukafundi til að fara betur yfir áætlunina.
  3. Sumarstarf Golfklúbbs Ness – skýrsla. 2014030042.
    Barna og unglingastarf golfklúbbsins rætt. Formanni og íþróttafulltrúa falið að fara betur yfir samninginn með forsvarsmönnum Nesklúbbsins.
  4. Vinnuskólinn 2014 – skýrsla. Mnr. 2014030042.
    Lokaskýrslan lögð fram.
  5. Aðsókn sundlaugar 2014. Mnr. 2014100037.
    Aðsóknartölur sundlaugar 2013 og 2014 kynntar. Íþróttafulltrúi leggur til hækkun á gjaldskrá fyrir stakt fullorðinsgjald og 10 miða kort fullorðinna í fjárhagsáætlun.
  6. Pokar og sjúkrataska – kynning. Mnr. 2014100038.
    Lagt fram til kynningar.
  7. Erindi um heilsustefnu – Eva Magnúsdóttir. Mnr. 201410039.
    Erindið rætt og kom fram að ekki yrði óskað eftir þeirra þjónust að svo stöddu, enda liggur nýsamþykkt íþrótta- tómstunda- og lýðheilsustefna bæjarins fyrir.
  8. Erindi frá skátum. Mnr. 2014090059.
    Lagt fram til kynningar.
  9. Heimsókn formanns til Gróttu og í Selið.
    Formaður sagði frá heimsókn sinni í Selið og á skrifstofu Gróttu.
    Sagði hann frá ýmsum málum sem hann fór yfir með forsvarsmönnum íþróttafélagsins Gróttu. Lagði hann mikla áherslu á að fjárhagsáætlun Gróttu lægi fyrir sem fyrst, en henni átti að skila 1. október skv. samningi.
  10. TKS – samningur. Mnr. 2014080022.
    Farið yfir samninginn og íþróttafulltrúa falið að bera hann undir forráðamenn TKS.
  11. Tómstundastyrkir 2014 og 2015. Mnr. 2014100040.
    Farið yfir stöðu tómstundastyrkja. Kom fram að styrkir eru komnir yfir fjárhagsáætlun ársins 2014. Lagt var til að auglýsa styrkina betur fyrir foreldrum.
  12. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 2014030048.
    Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum. Ný nefnd fær yfirlit yfir styrkina senda frá íþróttafulltrúa.
  13. Kraftlyftingadeild Gróttu – erindi um aðild að samningi. Mnr. 201406007.
    ÍTS leggur til við bæjarráð að stofnaður verði afreksmannasjóður í samræmi við íþrótta- og tómstunda- og lýðheilsustefnu bæjarins. Íþróttafulltrúa falið að útfæra málið nánar og senda það formlega til bæjarráðs.
  14. Styrkbeiðni frá fimleikadeild Gróttu. Mnr. 2014100035.
    ÍTS fór yfir málið og íþróttafulltrúa falið að vinna það með fimleikadeild fyrir áramót.
  15. Styrkbeiðni knattpyrnudeildar Gróttu. Mnr. 2014100030.
    ÍTS óskar meistaraflokki Gróttu í knattspyrnu til hamingju með árangurinn.
    Samþykkt að veita deildinni 150 þúsund króna styrk ásamt því að bjóða meistaraflokknum til kvöldverðar.
  16. Styrkbeiðni vegna U-17 í handbolta til Hollands. Mnr. 201410003.
    Samþykkt að veita Elínu Helgu, Lovísu og Selmu 20 þúsund króna styrk vegna keppnisferðar.
  17. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar í golfi til Spánar. Mnr. 2014100036.
    Samþykkt að veita Helgu Kristínu 20 þúsund króna styrk vegna keppnisferðar.
  18. Styrkbeiðni vegna U-17 í handbolta til Parísar. Mnr. 2014100046
    Samþykkt að veita Jóhanni Kaldal 20 þúsund króna styrk vegna keppnisferðar.
  19. Erindi frá knattspyrnufélaginu Kríunni. Mnr. 2014100045
    Í erindinu felst beiðni um verulega aukningu á umsvifum félagsins í aðstöðu vallarins ásamt því að verið er að óska eftir lengri viðveru starfsmanns. Íþróttafulltrúa falið að skoða málið nánar.

Fundi slitið kl.9:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?