375. (1.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 29.ágúst 2014 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Fundur settur.
Magnús Örn nýr formaður ÍTS setti fund og bauð nýja íþrótta- og tómstundanefnd velkomna og fundarmenn kynntu sig. - Kosning varaformanns og ritara.
Stungið var uppá Sigríði Sigmarsdóttur sem varaformanni og Hauki Geirmundssyni sem ritara sem var samþykkt samhljóða. - Fundatími og fundir fram að áramótum.
Fundatímar ræddir og ákveðið að formaður sendi út fundatíma til nefndarmanna í tölvupósti. - Erindi frá aðalstjórn Gróttu vegna kraftlyftingadeildar. Mnr. 2014060007.
Erindið kynnt og ákveðið að fresta því til næsta fundar. Nefndarmenn kynni sér samstarfssamning Gróttu og Seltjarnarnesbæjar fyrir næsta fund. - Erindisbréf ÍTS. Mnr. 2013010037.
Erindisbréfið lagt fram og nefndarmenn beðnir um að kynna sér innihaldið. - Reglur ÍTS um styrki til liða og einstaklinga. Mnr. 2013110023.
Farið var yfir hvaða styrki ÍTS er að greiða. - Sumarstarfið – námskeið – Selið – Vinnuskólinn. Mnr. 2014080020.
Skýrslur um sumarstörfin lagðar fram og ræddar. Nefndarmenn þakka greinagóðar skýrslur og leggur ÍTS til að útfærsla vinnuskóla verði endurskoðuð eftir reynslu sumarsins. - Fjárhagsáætlun 2015. Mnr. 2014030048.
Undirbúningur fjárhagsáætlunar kynntur fyrir nefndarmönnum. - Aðgerðaráætlun vegna íþrótta- og tómstundastefnu. Mnr. 2014080021
Íþrótta- og tómstundastefnan var kynnt og fyrirhuguð vinna nefndarinnar við aðgerðaráætlun rædd. - Mannvirkjamál – viðhald.
Farið var yfir það brýnasta í viðhaldi íþróttamiðstöðvar. Íþróttafulltrúi tekur saman skýrslu til að kynna fyrir nefndarmönnum á næsta fundi. - TKS – hlaupið. Mnr. 2014080022.
Farið var yfir starfsemi TKS og hugmyndir þeirra um nýliðun í starfseminni. ÍTS óskar eftir nánari útfærslu. Fram kom að í síðasta TKS hlaupi hafi vantað að yngri kynslóðirnar tækju aukinn þátt. Samþykkt að veita TKS kr. 250 þúsund króna styrk. Íþróttafulltrúa falið að gera skriflegan samning við TKS - Styrkbeiðni vegna EM U-18 í hanbolta í Póllandi. Mnr. 2014080024
Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni 20 þúsund króna styrk. - Styrkbeiðni vegna HM – unglinga í kraftlyftingum í Ungverjalandi. Mnr. 2014080025.
Samþykkt að veita Arnhildi Önnu Árnadóttur 20 þúsund króna styrk.
Fundarslit.
Fundi slitið kl.