Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

23. fundur 23. maí 2000

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Gestur: Daníel Ingólfsson form. Gróttu, Ingimar Sigurðsson, Guðjón Kristinsson þjálfari, Haraldur Jónsson form. Knattspyrnudeildar, Jóhann Kristinsson starfsmaður mannvirkjanefndar KSÍ.

Dagskrá:

1.            Framtíðarhorfur knattspyrnuaðstöðu á Seltjarnarnesi.

2.            Starfsviðurkenningar.

1.         Formaður bauð gesti velkomna á fundinn og kynnti þeim efni fundarins. Óskaði hún eftir hugmyndum og tillögum um tilhögun þessara mála í bæjarfélaginu.   Jóhann lýsti í stuttu máli aðstæðum íþróttafélaga í Reykjavík og taldi þau eiga þann möguleika einan til frekari uppbyggingar aðstöðunnar að nota gervigras.  Ræddi hann um ýmsa kosti þeirrar lausnar s.s. álagsþol, aukinn notkunartíma miðað við grasvelli og að vellirnir væru ávallt snyrtilegir sem væri mikilvægt í þéttbýli. – Taldi hann ánægju ríkjandi með gervigrasvelli sem notaðir eru í landinu og ný og endingarbetri efni komu sífellt á markað. -  Taldi hann mikinn kost að hafa vellina upphitaða enda yki það notkunartíma. – Benti hann á að lágmarksstærð á keppnisvelli væri 68x105.  Að auki þyrfti að gera ráð fyrir tveimur metrum til viðbótar allan hringinn. – Aðspurður taldi hann slysahættu á gervigrasi ekki meiri en á öðrum gerðum valla.  Jóhann vék að fundi kl. 21:00 og voru þakkaðar upplýsingarnar.  Í framhaldi af upplýsingum Jóhanns var rætt um þarfir og óskir knattspyrnuiðkenda í bænum  Haraldur upplýsti að málið hefði verið rætt á nokkrum fundum stjórnar knattspyrnudeildar.  Þar væri einhugur um nauðsyn úrbóta fyrir knattspyrnuiðkendur með gerð gervigrasvallar.  Guðjón Kristinsson yfirþjálfari knattspyrnudeildar lýsti sig sammála afstöðu knattspyrnudeildar.  Daníel vék af fundi kl. 21:45

Rætt var um mögulegt samstarf við KR en samstaða var um mikilværi þess að halda barna- og unglingastarfi innan vébanda Gróttu hvað sem samstarf um rekstur meistaraflokka liði.  Umræður urðu um aukna þörf fyrir leiksvæði við Valhúsaskóla við fjölgun nemenda þar.  Ýmsir nýtingarmöguleikar eru fyrir hendi í tengslum við aðra íþróttaaðstöðu í íþróttamiðstöðinni, s.s. vegna mótahalds og námskeiða.

Óskað var eftir formlegu áliti stjórnar knattspyrnudeildar á uppbyggingu og framkvæmdum í þágu knattspyrnufólks á Seltjarnarnesi.

Formaður þakkaði gestum komuna og góðar umræður.  Haraldur og Ingimar viku af fundi kl. 22:10

Niðurstaða af þessum umræðum er sú að hafist verði sem fyrst handa við undirbúning uppbyggingar upphitaðs gervigrasvallar í fullri stærð með lýsingu á malarvelli við Suðurströnd.  Miðað verði við að gengið verði að fullu frá svæðinu umhverfis völlinn samhliða gerða vallarins.

 

 

2.      Formanni falið að ganga frá starfsviðurkenningu fyrir vel unnin störf að æskulýðsmálum.

Þær verða veittar 17. júní.

 

 

Fundi slitið kl. 22:40

Fundarritari var Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?