372. (22.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 7. apríl 2014 kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Íþrótta- og tómstundaþing Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2014020036.
ÍTS lýsir yfir ánægju með undirbúning, framkvæmd og niðurstöður þingsins. Íþróttafulltrúa falið að senda niðurstöður til þátttakenda eins og ákveðið var á þinginu.
Niðurstöðurnar kynntar ÍTS og komu fram margar góðar hugmyndir. ÍTS leggur til að hugmyndirnar verði samræmdar og lagðar aftur fyrir nefndina 29. apríl n.k. sem fullunnin íþrótta- og tómstundastefna. Í framhaldi verði henni vísað til bæjarstjórnar til samþykktar og að því loknu gefin formlega út í nafni ÍTS. - Beiðni um vallarnotkun. Mnr. 2014020037.
Íþróttafulltrúi upplýsti að búið sé að leysa málið og að Krían fái aðgang að gervigrasvelli Gróttu. - Kraftlyftingar - Evrópumót unglinga í Rússlandi. Mnr. 2014030036.
Samþykkt að veita Arnhildi Önnu kr. 20 þúsund. - Afreksstyrkur til fimleika- og kraftlyftingadeildar Gróttu. Mnr. 2014040016.
Samþykktur kr. 150 þúsund króna styrkur til fimleikadeildar og kraftlyftingadeildar vegna góðs árangurs á árinu 2013. - Afreksstyrkur Mfl.kv. vegna undanúrslita Bikarkeppninnar. Mnr. 2014020059.
Samþykktur 250 þúsund króna styrkur vegna undanúrslita meistaraflokks kvenna í Bikarkeppni HSÍ. - Landsliðsstyrkir U-20 - U-18 og U-16. Mnr. 2014030038.
Samþykktur 20 þúsund króna styrkir til Ólafs Ægis Ólafssonar, Arons Dags Pálssonar, Hannesar Grimm, Jóhanns Kaldal Jóhannssonar og Gísla Gunnarssonar. - Rekstrarsamningur við Íþróttafélagið Gróttu Málsnúmer 2012090020.
Ekki talið tímabært að flytja reksturinn yfir að svo stöddu. - 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar Málsnúmer 2013030033.
Formanni og íþróttafulltrúa falið að skoða að ÍTS gefi öllum grunnskólabörnum íþróttapoka að gjöf. - Knattspyrnuvöllurinn á Valhúsahæð. Málsnúmer 2014040012.
Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir ástandi vallarins. - Ársreikningar Íþróttafélagsins Gróttu. Málsnúmer 2014040017.
Ársreikningarnir lagðir fram. Umræðu frestað.
Fundi slitið kl. 17:30