Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

07. apríl 2014

372. (22.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 7. apríl 2014 kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Íþrótta- og tómstundaþing Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2014020036.
    ÍTS lýsir yfir ánægju með undirbúning, framkvæmd og niðurstöður þingsins. Íþróttafulltrúa falið að senda niðurstöður til þátttakenda eins og ákveðið var á þinginu.
    Niðurstöðurnar kynntar ÍTS og komu fram margar góðar hugmyndir. ÍTS leggur til að hugmyndirnar verði samræmdar og lagðar aftur fyrir nefndina 29. apríl n.k. sem fullunnin íþrótta- og tómstundastefna. Í framhaldi verði henni vísað til bæjarstjórnar til samþykktar og að því loknu gefin formlega út í nafni ÍTS.
  2. Beiðni um vallarnotkun. Mnr. 2014020037.
    Íþróttafulltrúi upplýsti að búið sé að leysa málið og að Krían fái aðgang að gervigrasvelli Gróttu.
  3. Kraftlyftingar - Evrópumót unglinga í Rússlandi. Mnr. 2014030036.
    Samþykkt að veita Arnhildi Önnu kr. 20 þúsund.
  4. Afreksstyrkur til fimleika- og kraftlyftingadeildar Gróttu. Mnr. 2014040016.
    Samþykktur kr. 150 þúsund króna styrkur til fimleikadeildar og kraftlyftingadeildar vegna góðs árangurs á árinu 2013.
  5. Afreksstyrkur Mfl.kv. vegna undanúrslita Bikarkeppninnar. Mnr. 2014020059.
    Samþykktur 250 þúsund króna styrkur vegna undanúrslita meistaraflokks kvenna í Bikarkeppni HSÍ.
  6. Landsliðsstyrkir U-20 - U-18 og U-16. Mnr. 2014030038.
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkir til Ólafs Ægis Ólafssonar, Arons Dags Pálssonar, Hannesar Grimm, Jóhanns Kaldal Jóhannssonar og Gísla Gunnarssonar.
  7. Rekstrarsamningur við Íþróttafélagið Gróttu Málsnúmer 2012090020.
    Ekki talið tímabært að flytja reksturinn yfir að svo stöddu.
  8. 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar Málsnúmer 2013030033.
    Formanni og íþróttafulltrúa falið að skoða að ÍTS gefi öllum grunnskólabörnum íþróttapoka að gjöf.
  9. Knattspyrnuvöllurinn á Valhúsahæð. Málsnúmer 2014040012.
    Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir ástandi vallarins.
  10. Ársreikningar Íþróttafélagsins Gróttu. Málsnúmer 2014040017.
    Ársreikningarnir lagðir fram. Umræðu frestað.

    Fundi slitið kl. 17:30
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?