Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

06. febrúar 2014

371. (21.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 6. febrúar 2014 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ráðstefnuboð.
    Lagt fram.

  2. Styrkbeiðni fimleikadeildar Gróttu. Mnr. 2014020033.
    Samþykkt að veita 140 þúsund króna ferðastyrk.

  3. Styrkbeiðni knattspyrnudeildar Gróttu. Mnr. 2014020034.
    Samþykkt að veita þrjá ferðastyrki að upphæð 140.000 krónur. Flokkar sem styrktir eru: Þriðji flokkur kvenna, annar flokkur karla og meistaraflokkur karla. Samtals 420.000 krónur.

  4. Umferðarmál við íþróttahúsið. Mnr. 2014020035.
    Umferðarmál við íþróttamiðstöðina rædd.

  5. Íþrótta- og tómstundaþing. Mnr. 2014020036.
    Undirbúningur þingsins sem haldið verður 1.mars gengur samkvæmt áætlun.

  6. Beiðni um vallarnotkun. Mnr. 2014020037
    Sviðsstjóra falið að ræða nánar við forráðamenn Kríunnar í samræmi við umræðu fundarins.

  7. Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness 2014. Mnr. 2014010023.
    Farið yfir tilnefningar til íþróttamanns og konu Seltjarnarness og félagsmálafrömuða Seltjarnarness 2013. Tilnefningar samþykktar einróma. 
    Tilkynnt verður um útnefningar 13. febrúar 2014 kl. 17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.

    HG vék af fundi undir þessum lið.

    Fundi slitið kl. 17:30



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?