Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

08. janúar 2014

370. (20.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2014 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni.


Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður.

Gestur : Gylfi Dalmann.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson sviðsstjóri.

  1. Íþrótta- og tómstundastefna Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2012020053.

    Undirbúningur fyrir íþrótta- og tómstundaþing Seltjarnarnesbæjar sem áætlað er að halda 1. mars og hefur verið til umræðu í nefndinni hófst með þessum fundi. Undir þessum lið á fundinum sat Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskipta- og hafgræðideild Háskóla Íslands. Gylfi Dalmann fór yfir skipulag og framkvæmd slíks þings sem yrði með þjóðfundarformi. Nefndin tekur vel í tillögur Gylfa Dalmanns og samþykkir að stefna að íþrótta- og tómstundaþingi, sem verður vettvangur samræðu um íþróttir og tómstundir á Seltjarnarnesi. Jafnframt verði drög að stefnu Seltjarnarnesbæjar um málaflokkinn lögð fram til grundvallar umræðu á væntanlegu þingi. Samráð verður haft við íþrótta- og tómstundafélög á Seltjarnarnesi. Mikilvægt er að bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar sem koma að íþrótta- og tómstundamálum á Seltjarnarnesi mæti á fyrirhugað þing. ÍTS felur sviðsstjóra að vinna að því að koma á íþrótta- og tómstundaþingi í samræmi við óskir nefndarinnar.

  2. Styrkumsókn vegna stefnumótunar UMSK. Mnr. 2013110021.

    Samþykkt að veita kr. 100 þúsund í verkefnið.

  3. Endurskoðun styrkja til æskulýðsmála. Mnr. 2013110023.

    Endurskoðaðar reglur ÍTS um úthlutun almennra styrkja sem falla undir Íþrótta- og tómstunda og æskulýðsstarfsemi lagðar fram og samþykktar með breytingum.

  4. Styrkveitingar vegna U-18 í handbolta. Mnr. 2014010024.

    Samþykktar voru tvær ferðir hjá 3 drengjum að upphæð samtals kr. 120 þúsund.

  5. Beiðni samtaka félagsmiðstöðva um styrk v/hönnunarkeppninnar Stíll. Mnr. 2013100053.
    Erindinu hafnað.

  6. Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2013. Mnr. 2014010023.
    Fram kom að búið er að senda óskir um tilnefningar til allra aðildarfélaga og sérsambanda. Ákveðið var að kjörið fari fram í febrúarmánuði.

Fundi slitið kl. 17:50.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?