370. (20.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2014 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi og Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður.
Gestur : Gylfi Dalmann.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson sviðsstjóri.
-
Íþrótta- og tómstundastefna Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2012020053.
Undirbúningur fyrir íþrótta- og tómstundaþing Seltjarnarnesbæjar sem áætlað er að halda 1. mars og hefur verið til umræðu í nefndinni hófst með þessum fundi. Undir þessum lið á fundinum sat Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskipta- og hafgræðideild Háskóla Íslands. Gylfi Dalmann fór yfir skipulag og framkvæmd slíks þings sem yrði með þjóðfundarformi. Nefndin tekur vel í tillögur Gylfa Dalmanns og samþykkir að stefna að íþrótta- og tómstundaþingi, sem verður vettvangur samræðu um íþróttir og tómstundir á Seltjarnarnesi. Jafnframt verði drög að stefnu Seltjarnarnesbæjar um málaflokkinn lögð fram til grundvallar umræðu á væntanlegu þingi. Samráð verður haft við íþrótta- og tómstundafélög á Seltjarnarnesi. Mikilvægt er að bæjarbúar og aðrir hagsmunaaðilar sem koma að íþrótta- og tómstundamálum á Seltjarnarnesi mæti á fyrirhugað þing. ÍTS felur sviðsstjóra að vinna að því að koma á íþrótta- og tómstundaþingi í samræmi við óskir nefndarinnar.
-
Styrkumsókn vegna stefnumótunar UMSK. Mnr. 2013110021.
Samþykkt að veita kr. 100 þúsund í verkefnið.
-
Endurskoðun styrkja til æskulýðsmála. Mnr. 2013110023.
Endurskoðaðar reglur ÍTS um úthlutun almennra styrkja sem falla undir Íþrótta- og tómstunda og æskulýðsstarfsemi lagðar fram og samþykktar með breytingum.
-
Styrkveitingar vegna U-18 í handbolta. Mnr. 2014010024.
Samþykktar voru tvær ferðir hjá 3 drengjum að upphæð samtals kr. 120 þúsund.
-
Beiðni samtaka félagsmiðstöðva um styrk v/hönnunarkeppninnar Stíll. Mnr. 2013100053.
Erindinu hafnað. -
Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2013. Mnr. 2014010023.
Fram kom að búið er að senda óskir um tilnefningar til allra aðildarfélaga og sérsambanda. Ákveðið var að kjörið fari fram í febrúarmánuði.
Fundi slitið kl. 17:50.