Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

11. nóvember 2013

369. (19.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 11. nóvember 2013 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni.


Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir Magnús Örn Guðmarsson, Guðrún Kaldal, Margrét Sigurðardóttir, Anna Lilja Björnsdóttir og Friðrik Árni Halldórsson áheyrnarfulltrúar.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Mnr. 2012110013
    Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram drög að samstarfssamningi á milli Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu og drögin rædd. ÍTS leggur til við Fjárhags- og launanefnd að samþykkja framlagðan samning á milli ofangreindra aðila. Samningurinn mun taka gildi frá og með 1. janúar 2014 til 31. desember 2016 eða samtals 3 ár.

  2. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts í hópfimleikum. Mnr. 201311022
    Samþykkt að veita Hörpu Snædísi kr. 20 þúsund vegna Norðurlandamóts í hópfimleikum.

  3. Styrkbeiðni vegna stefnumótunar UMSK. Mnr. 2013110021
    Íþróttafulltrúa falið að vinna áfram með málið.

  4. Styrkveitingar til æskulýðsmála. Mnr. 2013110023
    Tillögur lagðar fram og kynntar.

    Fundi slitið 17:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?