368. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 17.október 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir, Felix Ragnarsson áheyrnarfulltrúi og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Forföll boðaði Guðrún Kaldal.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Fjárhagsáætlun 2014. Mnr. 2013090073
Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2014.
-
Ungmennahúsið Skelin. Mnr. 2012110014
ÍTS veitti 100 þúsund króna styrk vegna opnunar ungmennahússins Skejlarinnar. Lárus og Margrét fóru yfir hvernig starfsemin kemur til með að þróast.
-
Skýrsla starfshóps um framtíð íþróttamiðstöðvar. Mnr.
Skýrslan lögð fram til kynningar. ÍTS fagnar vel unninni skýrslu starfshóps um Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem skipaður var á vegum bæjarstórnar og hefur nú skilað af sér skýrslunni og þakkar þeim sem komu að gerð hennar.ÍTS álítur að skýrslan sé gott innlegg í þá umræðu sem framunda er um framtíðarskipan húsnæðismála hjá íþróttaiðkendum í bænum.
-
Erindi frá fimleikadeild Gróttu. Mnr. 2013100047
Styrkbeiðni fimleikadeildar vegna kaupa á fiber gólfi lögð fram.
ÍTS tekur jákvætt í styrkbeiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
Fundi slitið kl. 18:25
l