Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

03. júní 2013
366. (16.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 3.júní 2013 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.


Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson, Eva Margrét Kristinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ósk Íþróttafélagsins Gróttu um endurnýjun á þjónustusamning. Mnr. 2012110013.
    Íþróttafulltrúi kynnti samningsdrög. Viðræður eru í gangi við Gróttu og nýr samningur verður lagður fyrir ÍTS til samþykktar þegar endanlegur samningur liggur fyrir.
  2. Íþrótta- og tómstundastefna Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2012020053.
    Íþrótta- og tómstundastefna er í vinnslu hjá íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa. Fram kom í máli nefndarmanna að taka þurfi mið af þessari vinnu í næstu fjárhagsáætlun.
  3. Styrkbeiðni vegan Evrópumeistaramóts, Smáþjóðaleika og Háskólaleika. Mnr. 2013060011
    Samþykktur 60 þúsund króna styrkur til Domino Belanyi vegna ferða hennar á Evrópumeistaramót í Moskvu, Smáþjóðaleikana í Luxemburg og Háskólaleika í Rússlandi í fimleikum. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni yfir stórgóðum árangri hennar.
  4. Styrkbeiðni vegan Partille Cup. Mnr. 2013060006
    Í ferðina fara 4.flokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla. Samþykktur var 490 þúsund króna styrkur fyrir hópinn.
  5. Styrkbeiðni vegan Hollands og Ítalíuferðar fimleikadeildar. Mnr. 2013060009
    Samþykktur 140 þúsund króna styrkur vegna til T1 vegna ítalíuferðar og 140 þúsund króna styrkur til M1 vegna Hollandsferðar.
  6. Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar á EM í handbolta. Mnr. 2013060010
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Evu Bjargar Davíðsdóttur vegna EM í Slóveníu.
  7. Styrkbeiðni vegna NM unglinga í fimleikum. Mnr. 2013060008
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Nönnu Guðmundsdóttur vegna NM unglinga í Noregi.
  8. Styrkbeiðni aðalstjórnar Gróttu. Mnr. 2013050024.
    Íþróttafulltrúi lagði fram minnisblað vegna málsins. ÍTS tekur jákvætt í styrkbeiðnina og vísar henni til loka afgreiðslu fjárhags og launanefndar.
  9. Styrkbeiðni vegna TKS hlaups. Mnr.2013060007
    Samþykktur 200 þúsund króna styrkur vegna TKS hlaups samkv.samningi TKS og bæjarins.
  10. Selið – leyfi til hljóðmiðlunar. Mnr. 2013050038.
    Leyfið veitt vegna árlegs útvarps Ebba
  11. Stofnun ungmennahúss. Mnr. 2012110014.
    Stefnt er að opnun ungmennahússins um máðaðarmótin ágúst september. Í máli æskulýðsfulltrúa kom fram að mikill kostur er að hafa þetta í sama húsnæði og Selið. Þá skapast möguleiki á samnýtingu í starfsmannahaldi. Mikil tilhlökkun er vegna þessa nýja verkefnis.
  12. Sumarnámskeið Selsins. Mnr. 2013040021.
    Mikil aðsókn er á sumarnámskeiðum Selsins. Ráðsmenn voru sammála um að bregðast þurfi við ef biðlistar myndast.
  13. Skýrsla Rannsóknar og greiningar. Mnr. 2013060012
    ÍTS lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöður rannsóknarinnar.

Fundi slitið kl. 18:20

Lárus B. Lárusson sign. Eva Margrét Kristinsdóttir sign.

Magnús Örn Guðmarsson sign. Páll Þorsteinsson sign. Guðrún Kaldal sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?