366. (16.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 3.júní 2013 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson, Eva Margrét Kristinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Ósk Íþróttafélagsins Gróttu um endurnýjun á þjónustusamning. Mnr. 2012110013.
Íþróttafulltrúi kynnti samningsdrög. Viðræður eru í gangi við Gróttu og nýr samningur verður lagður fyrir ÍTS til samþykktar þegar endanlegur samningur liggur fyrir. - Íþrótta- og tómstundastefna Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2012020053.
Íþrótta- og tómstundastefna er í vinnslu hjá íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa. Fram kom í máli nefndarmanna að taka þurfi mið af þessari vinnu í næstu fjárhagsáætlun. - Styrkbeiðni vegan Evrópumeistaramóts, Smáþjóðaleika og Háskólaleika. Mnr. 2013060011
Samþykktur 60 þúsund króna styrkur til Domino Belanyi vegna ferða hennar á Evrópumeistaramót í Moskvu, Smáþjóðaleikana í Luxemburg og Háskólaleika í Rússlandi í fimleikum. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni yfir stórgóðum árangri hennar. - Styrkbeiðni vegan Partille Cup. Mnr. 2013060006
Í ferðina fara 4.flokkur karla og kvenna og 5. flokkur karla. Samþykktur var 490 þúsund króna styrkur fyrir hópinn. - Styrkbeiðni vegan Hollands og Ítalíuferðar fimleikadeildar. Mnr. 2013060009
Samþykktur 140 þúsund króna styrkur vegna til T1 vegna ítalíuferðar og 140 þúsund króna styrkur til M1 vegna Hollandsferðar. - Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar á EM í handbolta. Mnr. 2013060010
Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Evu Bjargar Davíðsdóttur vegna EM í Slóveníu. - Styrkbeiðni vegna NM unglinga í fimleikum. Mnr. 2013060008
Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Nönnu Guðmundsdóttur vegna NM unglinga í Noregi. - Styrkbeiðni aðalstjórnar Gróttu. Mnr. 2013050024.
Íþróttafulltrúi lagði fram minnisblað vegna málsins. ÍTS tekur jákvætt í styrkbeiðnina og vísar henni til loka afgreiðslu fjárhags og launanefndar. - Styrkbeiðni vegna TKS hlaups. Mnr.2013060007
Samþykktur 200 þúsund króna styrkur vegna TKS hlaups samkv.samningi TKS og bæjarins. - Selið – leyfi til hljóðmiðlunar. Mnr. 2013050038.
Leyfið veitt vegna árlegs útvarps Ebba - Stofnun ungmennahúss. Mnr. 2012110014.
Stefnt er að opnun ungmennahússins um máðaðarmótin ágúst september. Í máli æskulýðsfulltrúa kom fram að mikill kostur er að hafa þetta í sama húsnæði og Selið. Þá skapast möguleiki á samnýtingu í starfsmannahaldi. Mikil tilhlökkun er vegna þessa nýja verkefnis. - Sumarnámskeið Selsins. Mnr. 2013040021.
Mikil aðsókn er á sumarnámskeiðum Selsins. Ráðsmenn voru sammála um að bregðast þurfi við ef biðlistar myndast. - Skýrsla Rannsóknar og greiningar. Mnr. 2013060012
ÍTS lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöður rannsóknarinnar.
Fundi slitið kl. 18:20
Lárus B. Lárusson sign. Eva Margrét Kristinsdóttir sign.
Magnús Örn Guðmarsson sign. Páll Þorsteinsson sign. Guðrún Kaldal sign.