362. (12.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2012 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson og Eva Margrét Kristinsdóttir og Guðrún Kaldal ásamt Margréti Sigurðardóttur og Hauki Geirmundssyni.
Áheyrnarfulltrúi Felix Ragnarsson boðaði forföll.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Drög að fjárhagsáætlun 2013. Málsnúmer 2012100057.
Íþróttafulltrúi fór yfir helstu forsendur á áætlun 2013.
-
Styrkbeiðni vegna æfingamóts U-19 í handknattleik. Málsnúmer 2012100085.
Samþykkt að veita Ólafi Ægi, Lárusi Gunnarssyni og Vilhjálmi Geir kr. 20 þúsund hverjum vegna æfingamóts í París.
-
Styrkbeiðni vegna æfingamóts U-17 í handknattleik. Málsnúmer 2012110005.
Samþykkt að veita Hjalta Má og Þorgeiri Bjarka kr. 20 þúsund hverjum vegna æfingamóts í París.
-
Styrkbeiðni vegna Evrópumeistaramóts í hópfimleikum. Málsnúmer 2012100086.
Samþykkt að veita Hörpu Snædísi kr. 20 þúsund vegna þátttöku hennar í Evrópumeistaramóti í hópfimleikum í Danmörku.
-
Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa. Málsnúmer 2012100087.
ÍTS tekur jákvætt í beiðnina og íþróttafulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
-
Árshlutauppgjör deilda Gróttu. Málsnúmer 2011110011.
Guðrún Kaldal vék af fundi undir þessum lið.
Uppgjörið lagt fram.
-
Formleg beiðni um að hefja umræður um endurnýjun á þjónustusamningi við Íþróttafélagið Gróttu Málsnúmer 2012110013
Guðrún Kaldal vék af fundi undir þessum lið.
Beiðnin lögð fram og íþróttafulltrúa falið í framhaldinu að ræða formlega við fulltrúa Gróttu varðandi beiðnina.
-
Málefni ungmennaráðs Seltjarnarness. Málsnúmer 2012110014
Æskulýðsfulltrúi lagði til að aukið verði við starfsmannahald Selsins um hálft stöðugildi til þess að stofna ungmennahús fyrir ungt fólk 16 ára og eldri. Hugmynd hennar er að sú starfsemin verði starfrækt í hljómsveitaraðstöðu Selsins. ÍTS tekur jákvætt í málefnið. vísar því til fjárhags og launanefndar og leggur til að leitað verði leiða til þess að þetta verði að veruleika sem fyrst.
-
Munntóbak í og við Íþróttamiðstöðina.
Ráðið leggur áherslu á að íþróttamiðstöðin sé laus við alla munntóbaksnotkun eins og aðra tóbaks- og vímuefnanotkun.
-
Foreldraröldið.
Foreldraröltið fór rólega af stað en er nú komið á fullt og gengur vel.
-
Forvarnardagurinn.
Æskulýðsfulltrúi sagði frá að forvarnardagurinn var haldinn 31.október sl.
-
Stækkun fimleikasalar Málsnúmer 2012100079.
Guðrún Kaldal vék af fundi undir þessum lið.
Formaður kynnti umræður og þá vinnu sem hefur farið fram. Ráðið ætlar að þiggja boð fimleikadeildar um að kynna sér aðstöðuna og starfið miðvikudaginn 7.nóvember kl. 16:15.
Fundargerðin yfirfarin og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:05.
Lárus B. Lárusson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign)
Eva Margrét kristinsdóttir (sign)
Magnús Örn Guðmarsson (sign)
Guðrún Kaldal (sign)