Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

280. fundur 09. mars 2004

Dagskrá:
1. Kaupstaðarafmæli Seltjarnarness.
2. Íþróttamaður Seltjarnarness.
3. Fjölskyldustefna.
4. Önnur mál:
a. Beiðni um styrk vegna 17 ára landsliðs kvenna.
b. Samstarf Gróttu og KR.
c. Óhapp í sundlaug Seltjarnarness.
d. Beiðni um æfingaaðstöðu frá Trimmklúbbi Seltjarnarness.
e. Viðurkenningaplattar.
f. Lúðrasveitin.

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Haukur Geirmundsson og Linda Sif Þorláksdóttir.
Gestir fundarins: Ólína Thoroddsen frá Mýrarhúsaskóla, Kristín Finnbogadóttir frá Gróttu, ÁrniHalldórsson frá Golfklúbbi Ness.
Fjarverandi: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Ritari fundar Árni Einarsson.


Fundargerð:
1. Formaður sagði frá hugmyndum um að 30 ára afmæli bæjarins væri helgað börnum, unglingum og ungu fólki á Seltjarnarnesi. Rætt var um þátttöku félagasamtaka í dagskrá afmælisársins.
Gestir fundarins véku af fundi að loknum þessum lið kl. 17.50.

2. Afhending viðurkenninga til íþróttamanna ársins verður 18. mars 2004. Val á Íþróttamanni- og konu Seltjarnarness fyrir árið 2003 samþykkt.

3. Samþykkt að ráðsfólk sendi framkvæmdastjóra punkta og/eða hugleiðingar fyrir næsta fund um hvaða þætti þurfi að fjalla og taka tillit til við mótun fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes varðandi æskulýðs- og íþróttastarf.

4. a. Samþykkt og afgreitt samkvæmt úthlutunarreglum ÆSÍS.
b. Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur hefur verið sent nýtt erindi vegna samstarfs Gróttu og KR.
c. Framkvæmdastjóri sagði frá óhappi gests í Sundlaug Seltjarnarness sem féll þar í hálku. Málið er til umfjöllunar hjá tryggingafélagi.
d. Framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika á aðstöðu í ýmsu húsnæði á vegum bæjarins og ræða við trimmklúbbinn.
e. Rætt um gerð viðurkenningaplatta fyrir íþróttaafrek. Samþykkt að senda auglýsingu í Morgunblaðið með hamingjuóskum til bikarmeistara kvenna í fimleikum og 2. og 4. flokki kvenna í handknattleik.
f. Rætt um greiðslur til lúðrasveitarinnar vegna þátttöku í skemmtunum á vegum ÆSÍS. Samþykkt að greiða sveitinni 100 þúsund krónur.
Fundi slitið kl. 18.35.

Ásgerður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign) (sign)

Árni Einarsson Þór Sigurgeirsson Hildigunnur Gunnarsdóttir
(sign) (sign) (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?