Dagskrá:
1. Kaupstaðarafmæli Seltjarnarness.
2. Íþróttamaður Seltjarnarness.
3. Fjölskyldustefna.
4. Önnur mál:
a. Beiðni um styrk vegna 17 ára landsliðs kvenna.
b. Samstarf Gróttu og KR.
c. Óhapp í sundlaug Seltjarnarness.
d. Beiðni um æfingaaðstöðu frá Trimmklúbbi Seltjarnarness.
e. Viðurkenningaplattar.
f. Lúðrasveitin.
Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Haukur Geirmundsson og Linda Sif Þorláksdóttir.
Gestir fundarins: Ólína Thoroddsen frá Mýrarhúsaskóla, Kristín Finnbogadóttir frá Gróttu, ÁrniHalldórsson frá Golfklúbbi Ness.
Fjarverandi: Sigrún Edda Jónsdóttir.
Ritari fundar Árni Einarsson.
Fundargerð:
1. Formaður sagði frá hugmyndum um að 30 ára afmæli bæjarins væri helgað börnum, unglingum og ungu fólki á Seltjarnarnesi. Rætt var um þátttöku félagasamtaka í dagskrá afmælisársins.
Gestir fundarins véku af fundi að loknum þessum lið kl. 17.50.
2. Afhending viðurkenninga til íþróttamanna ársins verður 18. mars 2004. Val á Íþróttamanni- og konu Seltjarnarness fyrir árið 2003 samþykkt.
3. Samþykkt að ráðsfólk sendi framkvæmdastjóra punkta og/eða hugleiðingar fyrir næsta fund um hvaða þætti þurfi að fjalla og taka tillit til við mótun fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnes varðandi æskulýðs- og íþróttastarf.
4. a. Samþykkt og afgreitt samkvæmt úthlutunarreglum ÆSÍS.
b. Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur hefur verið sent nýtt erindi vegna samstarfs Gróttu og KR.
c. Framkvæmdastjóri sagði frá óhappi gests í Sundlaug Seltjarnarness sem féll þar í hálku. Málið er til umfjöllunar hjá tryggingafélagi.
d. Framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika á aðstöðu í ýmsu húsnæði á vegum bæjarins og ræða við trimmklúbbinn.
e. Rætt um gerð viðurkenningaplatta fyrir íþróttaafrek. Samþykkt að senda auglýsingu í Morgunblaðið með hamingjuóskum til bikarmeistara kvenna í fimleikum og 2. og 4. flokki kvenna í handknattleik.
f. Rætt um greiðslur til lúðrasveitarinnar vegna þátttöku í skemmtunum á vegum ÆSÍS. Samþykkt að greiða sveitinni 100 þúsund krónur.
Fundi slitið kl. 18.35.
Ásgerður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign) (sign)
Árni Einarsson Þór Sigurgeirsson Hildigunnur Gunnarsdóttir
(sign) (sign) (sign)