Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

13. fundur 17. ágúst 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

1.  Félagsaðstaða Gróttu í nýbyggingu.

2.  Fyrirspurn frá Veisluþjónustu viðskiptalífsins um leigu á íþróttahúsinu til skemmtanahalds.

3.  Önnur mál.

 

1.    Að beiðni bæjarstjóra hefur æsíf. samið drög að notkunarreglum fyrir viðbyggingu íþróttahússins.  Drögin lögð fram og rædd.  Engar efnislegar athugasemdir voru gerðar við drögin aðrar en þær að óeðlilegt er að skilyrða afnot til eins rekstraraðila, sem er félagsheimilið og skerða um leið tekjumöguleika íþróttafélagsins Gróttu.

 

Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:

Formaður ÆSÍS. vill beina þeim tilmælum til bæjarfulltrúa að með tilkomu nýs húss sem félagsaðstöðu Gróttu telji hún rétt að bæjarstjórn afhendi Gróttu félagsaðstöðuna til eignar á nýju ári.  Með tilkomu þessarar félagsaðstöðu mun umgjörð starfseminnar gjörbreytast og Gróttarar eiga sér loksins samastað á Seltjarnarnesi.     sign.

 

2.    Í bréfi frá Veisluþjónustu viðskiptalífsins dags. 17. ágúst 1999 er óskað eftir leigu á íþróttahúsinu til skemmtanahalds á komandi hausti.  Erindið samþykkt gegn því að hylja gólf og verja þau ágangi í samráði við æsíf.

 

3.  Undirbúningur fjárhagsáætlunar er hafinn.

 

Næsti fundur ákveðinn 7. sept. 1999 kl. 17:30.

 

Fundi slitið kl. 19:30

Þór vék af fundi kl. 19:00

 

Fundarritari  Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?