Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

14. fundur 06. september 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Forföll:  Þór Sigurgeirsson.

 

Dagskrá:

 

1.      Fjárhagsáætlun 2000.

2.      Erindi sem borist hafa

3.      Önnur mál.

 

  Farið yfir fjárhagsáætlun 1999 og metið hve vel hún hefur staðist.  Flestir liðir eru vel innan eða á mörkum.  Fyrir næsta fund um fjárhagsáætlun ársins 2000 munu liggja fyrir hugmyndir um útfærslu og kostnað við starfrækslu íþróttaskóla og áætlun um kostnað vegna könnunar á þátttöku barna og unglinga í æskulýðs- og íþróttastarfi.  Fundarfólk sammála um að leggja áfram áherslu á nauðsyn fjármagns til þess að mæta viðhaldsþörf íþróttahúss og sundlaugar sem var mjög niðurskorið í áætlun 1999..

 

  Lagt fram bréf frá Gróttu dags. 6. sept. 1999 þar sem hörmuð er ákvörðun ÆSÍS. um að heimila almennt dansleikjahald í íþróttasölum Íþróttamiðstöðvar og bent á að samkvæmt landslögum séu reykingar stranglega bannaðar í íþróttamannvirkjum.  ÆSÍS. er sammála efni bréfsins og málið verið rætt við framkæmdastjóra Tóbaksvarnarnefndar sem hefur staðfest að reykingar séu alfarið bannaðar í íþróttamannvirkjum.  Í ljósi þessa mun ÆSÍS. taka ákvarðanir um afnot af íþróttasölum til annars en íþróttastarfs.

 

 

  Önnur mál voru engin

 

 

 

Næsti fundur ákveðinn 28. september 1999 kl. 17:30.

 

Fundarritari var Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?