Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

18. fundur 02. desember 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

1.    Íþróttamaður Seltjarnarness

2.    Hátíðisdagar

3.    Önnur mál

 

1.  Samþykkt að útnefna íþróttamann Seltjarnarness fyrir árið 1999 í janúar mánuði og  að framvegis fari útnefningin fram í janúar ár hvert.  Æsíf. sendir deildum Gróttu boð um tilnefningu svo og sérsamböndum ÍSÍ.

 

2.  Stefnt að því að fagna nýju ári með svipuðu sniði og undanfarin ár en auka þátt björgunarsveitarinnar vegna flugeldakaupa í tilefni aldamótanna.                            Skemmtanahald á öskudag og sumardaginn fyrsta verður á sömu nótum og venjulega.  Aukið verður eitthvað við dagskrána 17. júní.  Þeirri aukningu verður mætt með niðurskurði á fyrirhugaðri dagskrá um áramót samkv. fjárhagsáætlun.  Því verður varið kr. 500.000.- í áramótadagskránna og kr. 1.000.000.- í dagskrá 17. júní.   

 

3.  Rætt um uppbyggingu knattspyrnuaðstöðu í bænum.  Málið verður rætt á sérstökum fundi ráðsins í byrjun næsta árs.  Á þann fund verður stjórn knattspyrnudeildar boðuð og æsíf. aflar upplýsinga um íþróttamannvirki annarsstaðar til þess að leggja fram á fundinum. 

 

Fyrirspurn hefur borist frá aðalstjórn Gróttu varðandi fimleikadeild, hvort bærinn muni taka að sér kaup á áhöldum fyrir deildina?  Fram kemur í fyrirspurninni að fimleikadeildin hefur notað leigutekjur til áhaldakaupa fyrir deildina undanfarin ár og því eigi deildin flest þau áhöld sem notuð eru.  Þar kemur einnig fram að framundan eru kaup á aðhlaupsbraut fyrir stökk ásamt lendingardýnum og fleiri áhöldum.

Æsíf. falið að ræða við formann Gróttu og fá upplýsingar um hversu háar þessar tekjur hafa verið undanfarin ár.  ÆSÍS. telur eðlilegt að það verði framvegis í höndum æsíf. að meta áhaldakaup hverju sinni.

Fundi slitið kl. 19:30.

 

Að fundi loknum bauð formaður ÆSÍS. ráðsmönnum til kvöldverðar.

 

Fundarritari var Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?