Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. Íþróttamaður Seltjarnarness.
2. Önnur mál.
Formaður minntist Magnúsar Georgssonar í upphafi fundar en hann lést 18. janúar síðastliðinn.
1. Tilnefningar vegna kjörs Íþróttamanns Seltjarnarness hafa borist frá ýmsum aðilum. Rætt um viðmiðanir um val á Íþróttamanni Seltjarnarness. Ráðsfólk leggur fram sínar hugmyndir að slíkum viðmiðunum á næsta fundi ÆSÍS.
2. Rætt um vaktafyrirkomulag og starfsmannamál í Íþróttamiðstöðinni. Starfsmannamál eru í skoðun með tilliti til fráfalls Magnúsar Georgssonar framkvæmdarstjóra Íþróttamiðstöðvar.
Verið er að vinna við undirbúning á flóðlýsingu íþróttavallar við Suðurströnd.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 24. janúar n. k. kl. 12:00.
Fundi slitið kl. 18:15.
Fundarritari var Árni Einarsson