Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.
Gestir: Daníel R.Ingólfsson form.Gróttu, Haraldur Jónsson form. knattspyrnud., Margrét Pétursdóttir form.fimleikad., Halldór Ingi Anrésson form.unglingaráðs hknd. og Reynir Erlingsson form.Gróttu-KR hknd.
Dagskrá: 1. Heimsókn aðalstjórnar Gróttu
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
Samskipti ÆSÍS.og Gróttu.
Opnunartími íþróttahúss yfir sumartímann.
Tímatafla íþróttahúss.
Önnur mál.
2. Önnur mál.
1. Formaður bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá fundarins.
Daníel R.Ingólfsson kynnti ýmis mál sem snúa að starfsemi Gróttu. Fram kom hjá honum að árið 1999 fékk Grótta kr. 14.800.000.- í styrk úr bæjarsjóði og kr. 15.300.000.- fyrir árið 2000. Sagði hann kröfur um þjónustu af hálfu íþróttafélagsins sífellt vera að aukast. Það krefðist aukins fjármagns sem erfitt væri að mæta að fullu með hækkun iðkendagjalda. Einnig komi til hækkun á þjálfarakostnaði m.a. vegna aukinna krafna um gæði þjálfunar og færni þjálfara. Benti hann á að unglingastarf á vegum félagsins væri með ágætum og nefndi handknattleiksstarfið sem dæmi. Sagði hann óánægju vera með ójafna skiptingu á styrkjum til handknattleiks karla og kvenna. Á þessu yrði að taka. Starf fimleikadeildar stendur vel og deildin verið ötul í öflun fjár til starfsins.
Margrét Pétursdóttir ræddi um áhaldamál deildarinnar og þörf á nýjum áhöldum fyrir veturinn. Sagði hún nauðsynlegt að halda áhöldum í góðu lagi til þess að koma í veg fyrir slys. Rætt var um möguleika á hækkun styrks til Gróttu á næsta ári. Kom fram af hálfu ÆSÍS. að engar líkur væru á auknu svigrúmi ráðsins til hækkunar.
Fulltrúar Gróttu á fundinum voru sammála um nauðsyn þess að sníða starfinu stakk eftir vexti en halda þyrfti uppi gæðum í starfi. Rætt um mikilvægi þess að kynna starf félagsins vel fyrir bæjarbúum og Nesfréttir nefndar í því sambandi.
Rætt hefur verið af hálfu handknattleiksdeildar að íþróttahúsið verði opið yfir sumartímann. Fram kom að vakt hafi verið nú í sumar að hluta til og vilji til þess af hálfu ÆSÍS. að skoða málið um aukningu á þeirri vakt.
Fyrir liggur tímatafla fyrir veturinn og líkur á að sú tafla geti gilt áfram lítið breytt enda Grótta komin með umsjón yfir flestum tímum í íþróttasölunum.
Rætt var um samskipti ÆSÍS.og Gróttu og þörf ráðsins fyrir stöðugar upplýsingar frá félaginu. Fulltrúar Gróttu lýstu yfir vilja sínum til þess að tryggja upplýsingastreymi til ráðsins m.a. með því að senda ÆSÍF.fundargerðir allra deilda og aðalstjórnar.
Margrét minnti á systkinaafslátt og hvatti til þess að hann væri notaður. Í framhaldi af því var rætt um möguleika á einu samræmdu félagsgjaldi í Gróttu, kosti þess og galla.
Haraldur þakkaði ráðinu fyrir áhuga þess og vilja til þess að byggja upp aðstöðu til knattspyrnuiðkunar og hvatti til þess að sem fyrst yrði hafist handa við framkvæmdir.
Fulltrúar Gróttu viku af fundi kl. 20:45.
2. Lagt fram bréf frá knattpyrnudeild Gróttu þar sem kynnt er eftirfarandi ályktun stjórnar deildarinnar 9. ágúst 2000:
Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu skorar á bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesiu að byggður verði gervigrasvöllur þar sem núna er malarvöllur.
Mikilvægt er að öll hönnun og framkvæmdir miði að því að hægt verði að byggja yfir gervigrasvöllinn í framtíðinni.
Lagt fram bréf frá Jóhanni Friðriki Haraldssyni skíðamanni dags. 20.júlí 2000 þar sem hann sækir um styrk til ÆSÍS.vegna æfinga og keppnisferðalaga. Samþykkt að veita honum styrk að upphæð kr. 300.000.- gegn því að hægt verði að leita til hans til þess að kynna skíðaíþróttina og hugsanlega námskeiðishald í samvinnu við Selið. Það skal tekið fram að Jóhann er meðal fjögurra bestu skíðamanna á landinu um þessar mundir.
Fundi slitið kl. 21:50 Fundarritari: Árni Einarsson