Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.
Forföll: Þór Sigurgeirsson.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2001.
2. Önnur mál.
1. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 rædd og samþykkt með litlum breytingum. Samþykkt að leggja til að starfsemi skólagarða verði færð til tæknideildar bæjarins undir umsjón garðyrkjustjóra vegna þar er fyrir nauðsynleg sérþekking á því starfi sem fram fer í skólagörðum sem er garðyrkja.
2. Sameiginlegur fundur með foreldrafélagi Valhúsaskóla og ÆSÍS. Hefur verið ákveðinn 13.eða 16.nóv. n.k. kl. 20:00. Aðalfyrirlesari verður þórólfur Þórlindsson. Á fundinum verður fjallað um æskulýðsstörf.
Samþykkt að veita Jónatani Arnari Örlygssyni 50.000.- kr. Styrk vegna þátttöku í Norðurlandamóti í samkvæmisdönsum sem haldið verður 3.-5.nóvember í Finnlandi.
Fundi slitið kl. 18:40.
Fundarritari var Árni Einarsson.