Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.
Gestur: Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður Selsins.
Dagskrá:
1. Viðræður við formenn deilda og aðalstjórn.
2. Drög að afreksstefnu ÆSÍS.
3. Drög að stefnumörkun í kjöri til Íþróttamanns Seltjarnarness.
4. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness.
5. Skipulagsmál Íþróttamiðstöðvar – sundlaug – íþróttahús – knattspyrnuvellir.
6. Önnur mál.
1. Frestað um viku vegna forfalla.
2. Lögð fram drög að afreksstefnu. Formanni og Árna falið að yfirfara drögin og leggja síðar fyrir nefndina.
3. Lögð fram drög að reglun um kjör á Íþróttamanni Seltjarnarness. Rætt um fyrirkomulag kjörsins og hlutverk ÆSÍS í því. - Rætt um hvort færa ætti val á ungum og efnilegum íþróttamönnum til Gróttu.
4. Lagðar fram tilnefningar til Íþróttamanns Seltjarnarness. Samþykkt að afhenda viðurkenningar þriðjudaginn 20.febrúar kl. 17:30 í hátíðarsal Gróttu.
5. Rætt um framtíðarsýn í uppbyggingu knattpyrnuaðstöðu í bænum. Rætt um hvort byggja eigi yfir knattspyrnuvöll eða gera ráð fyrir því í fyrirhuguðum framkvæmdum í upphafi svo hægt verði að byggja yfir síðar. - Samþykkt að fela VSÓ verkfræðistofu að gera grófa kostnaðaráætlun vegna þessa, um leið og gerð verður áætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda. - Rætt um ýmsa möguleika um breytingar á sundlaugarsvæði og viðhaldsaðgerðir. - Rætt um að æskilegt væri að stækka fyrirhugaðan knattspyrnuvöll við Valhúsaskóla og hita hann upp. - Æsíf. lagði fram upplýsingar um fjölgun sundlaugargesta á síðasta ári.
6. Margrét Sigurðardóttir skýrði frá fyrirhuguðu sumarstarfi á vegum Selsins. Rætt um nauðsyn þess að fjölga starfsfólki og endurskoða laun þeirra.
Fundi slitið kl. 19:30 Fundarritari Árni Einarsson.