Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. fundur 15. febrúar 2001

Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

Gestir:  Margrét Pétursdóttir form.fimleikad., Haraldur Jónsson form.knattspd., Kristján Guðlaugsson fulltrúi Gróttu-KR ka., Halldór Ingi Andrésson form. unglingaráðs, Inga Sigurðardóttir fulltrúi Gróttu-KR kv., Daníel R.Ingólfsson form.Gróttu.

Boðuð forföll.  Rögnvaldur Dofri Pétursson.

Dagskrá.

 

1.      Kynning á starfsemi íþróttafélagsins Gróttu.

 2.     Önnur mál.

 

1.  Fulltrúar deilda innan Gróttu kynntu starfsemi sinna deilda.  Fram kom að iðkendum hefur fjölgað í öllum deildum.  Fyrirsjáanlegur er skortur á æfingatímum í íþróttasölum af þeim sökum.  Aðalstjórn er þegar farin að leita leiða til þess að bregðast við þessu.  Rekstur meistaraflokka er erfiður og fram kom að kvennaíþróttir eiga í erfiðleikum með að afla fjármagns til reksturs.  Þrátt fyrir þetta er mikil uppbygging innan félagsins og hefur sjálfsaflafé deilda aukist hlutfallslega þó svo að fjárhagsstyrkur bæjarins hafi hækkað á síðustu árum.   -   Meðal annars sem rætt var um var framtíðarhlutverk félagsins innan bæjarfélagsins, möguleikar í sjálfboðastarfi og starfsmannahald.

 

2.  Samþykkt að fresta um sinn útnefningu Íþróttamanns Seltjarnarness.

 

Fundi slitið kl. 22:35   

 

Fundarritari:  Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?