Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.
Dagskrá.
1. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2000
2. Önnur mál.
- Samþykkt að velja Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur knattapyrnukonu og Jóhann Friðrik Harasldsson skíðamann sem Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2000. Ennfremur samþykkt að veita Jónatani Arnari Örlygssyni sérstaka afreksviðurkenningu fyrir góðan árangur á síðasta ári. Jónatan er dansari og varð Norðurlandameistari í sínum aldursflokki á síðasta ári. Einnig verður ungu og efnilegu íþróttafólki á Seltjarnarnesi veittar viðurkenningar. Afhending viðurkenninga fer fram í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 15.mars 2001 kl. 17:30.
-
.
- Lagt fram bréf frá bæjarstjóra dags. 16.febrúar 2001.
- Lagt fram afrit af bréfi frá skipulags- umferðar og hafnarnefnd til skólaskrifstofu Seltjarnarness dags. 27.febrúar 2001 þar sem óskað er eftir samstarfi m.a. við ÆSÍS um að örva börn á Seltjarnarnesi til þess að ganga í skólann. Íþróttafulltrúi situr í starfshópi um málið fyrir hönd ÆSÍS.
- Lagt fram bréf frá skólaskrifstofu Seltjarnarness dags.26.feb.2001 þar sem óskað er eftir því að ÆSÍS taki að sér að finna heimili fyrir norræna unglinga sem munu dvelja á Seltjarnarnesi í júlí næsta sumar. Æsíf. mun auglýsa eftir fjölskyldum sem vilja taka ungmennin að sér á meðan á dvöl þeirra stendur.
- Kynnt bréf æsíf. til bæjarstjóra dags.20.feb.2001 þar sem lagt er til að verkaskipting forstöðumanns Selsins og æsíf.verði endurskoðuð. ÆSÍS samþykkir efni bréfsins og telur þá breytingu sem lögð er til í bréfinu til bóta.
- Lagt fram bréf frá skólaskrifstofu Seltjarnarness dags.28.feb.2001 þar sem óskað er eftir því að ÆSÍS taki að sér umsjón með tómstundastarfi fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla. ÆSÍS fellst á tilmælin og telur ávinning að því að umsjón með æskulýðsstarfi sé á einni hendi.
- Formaður ÆSÍS upplýsti að Daníel R.Ingólfsson formaður Gróttu hefði tilkynnt að aðalfundur félagsins (aðalstjórnar) og deilda þess yrðu haldnir fyrir 15.apríl n.k.
Fundi slitið kl. 18:45
Fundarritari: Árni Einarsson.