Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

31. fundur 08. mars 2001

Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá.

1.  Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2000
2.  Önnur mál.

  1. Samþykkt að velja Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur knattapyrnukonu og Jóhann Friðrik Harasldsson skíðamann sem Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2000.  Ennfremur samþykkt að veita Jónatani Arnari Örlygssyni sérstaka afreksviðurkenningu fyrir góðan árangur á síðasta ári.  Jónatan er dansari og varð Norðurlandameistari í sínum aldursflokki á síðasta ári.                                        Einnig verður ungu og efnilegu íþróttafólki á Seltjarnarnesi veittar viðurkenningar.  Afhending viðurkenninga fer fram í hátíðarsal Gróttu fimmtudaginn 15.mars 2001 kl. 17:30.
  2. .
    • Lagt fram bréf frá bæjarstjóra dags. 16.febrúar 2001.
    • Lagt fram afrit af bréfi frá skipulags- umferðar og hafnarnefnd til skólaskrifstofu Seltjarnarness dags. 27.febrúar 2001 þar sem óskað er eftir samstarfi m.a. við ÆSÍS um að örva börn á Seltjarnarnesi til þess að ganga í skólann.  Íþróttafulltrúi situr í starfshópi um málið fyrir hönd ÆSÍS.
    • Lagt fram bréf frá skólaskrifstofu Seltjarnarness dags.26.feb.2001 þar sem óskað er eftir því að ÆSÍS taki að sér að finna heimili fyrir norræna unglinga sem munu dvelja á Seltjarnarnesi í júlí næsta sumar.  Æsíf. mun auglýsa eftir fjölskyldum sem vilja taka ungmennin að sér á meðan á dvöl þeirra stendur.
    • Kynnt bréf æsíf. til bæjarstjóra dags.20.feb.2001 þar sem lagt er til að verkaskipting forstöðumanns Selsins og æsíf.verði endurskoðuð.  ÆSÍS samþykkir efni bréfsins og telur þá breytingu sem lögð er til í bréfinu til bóta.
    • Lagt fram bréf frá skólaskrifstofu Seltjarnarness dags.28.feb.2001 þar sem óskað er eftir því að ÆSÍS taki að sér umsjón með tómstundastarfi fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla.  ÆSÍS fellst á tilmælin og telur ávinning að því að umsjón með æskulýðsstarfi sé á einni hendi.
    • Formaður ÆSÍS upplýsti að Daníel R.Ingólfsson formaður Gróttu hefði tilkynnt að aðalfundur félagsins (aðalstjórnar) og deilda þess yrðu haldnir fyrir 15.apríl n.k.

 

Fundi slitið kl. 18:45

Fundarritari:  Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?