Dagskrá:
1. Matarmál Íþróttamiðstöðvar.
2. Kynningarfundur á framkvæmdum við íþróttamannvirki á höfuðborgarsvæðinu.
3. Starfsreglur fyrir félagsmiðstöð.
4. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness.
5. Fjárhagsáætlun 2004.
6. Önnur mál:
a. Erindi frá Kára Garðarssyni.
b. Námskeiðskynning.
c. Rannsókn: Ungt fólk 2003.
d. Aðsókn sundlaugar árið 2003.
e. Anddyri íþróttahúss.
Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Linda.
Forföll boðaði Nökkvi Gunnarsson.
Ritari fundar Árni Einarsson.
1. Formaður upplýsti að matarmál starfsmanna bæjarins eru til skoðunar, þar á meðal starfsmanna Íþróttamiðstöðvar.
2. Formaður sagði frá fundi sem hún sat með forsvarsmönnum sundlauga og íþróttamiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Hækkanir á gjaldskrám sundlauga eru fyrirhugaðar í flestum sveitarfélögunum. Á fundinum var m.a. rætt um sk. Smartkort sem ÍTR hyggst koma á.
3. Formaður lagði fram til kynningar starfsreglur sem unnið er eftir í félagsmiðstöðvum í Hafnarfirði og samþykktar voru þar í des. sl.
4. Samþykkt að stefna að útnefningu íþróttmanns Seltjarnarness fimmtudaginn 19. febrúar 2004.
5. Framkvæmdastjóri ræddi fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvar vegna yfirstandandi árs og benti á að suma liði þyrfti að endurskoða síðar á árinu.
6. a) Lögð fram beiðni um styrk til þátttöku í íþróttaþjálfaranámskeiði. Samþykkt að veita honum 30 þúsund króna styrk.
b) Framkvæmdastjóri kynnt yfirstandandi námskeið fyrir starfsfólk íþróttamiðstöðvar um samskipti við börn og unglinga á grunnskólaaldri.
c) Lagður fram til kynningar tölvudiskur með gögnum úr rannsókn á málefnum ungs fólks í 9. og 10. bekk árið 2003.
d) Lagt fram yfirlit yfir aðsókn að sundlauginni árið 2003. Aðsókn jókst um tæplega 8% frá árinu 2002.
e) Rætt um, að farið er að leggja bílum nánast alveg uppi við innganginn á íþróttahúsinu. Framkvæmdastjóra falið að sjá um málið.
Formaður bauð ráðsfólki heim til kvöldverðar að fundi loknum.
Fundi slitið kl. 18.20.
Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir
(sign) (sign)
Sjöfn Þórðardóttir Árni Einarsson
(sign) (sign)