Mættir voru:Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.
Dagskrá:
1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2002.
2. Umsóknir úr afrekssjóði.
3. Gervigrasvöllur.
4. Vetrarbæklingur.
5. Önnur mál.
- Óskað verður eftir fjárhagsumsóknum frá deildum Gróttu vegna fjárhagsáætlunar.
- Lagðar fram umsóknir frá fimleikadeild Gróttu, karlaráði Gróttu-KR og unglingaráði Gróttu um styrk úr sjóðnum. Samþykkt að veita þessum aðilum styrk samtals að upphæð 1.300.000 krónur.
- Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun fyrir knattspyrnuvöll frá VSÓ-Ráðgjöf. Endanleg framkvæmdar- og kostnaðaráætlun er væntanleg.
- Unnið er að vetrarbæklingi ÆSÍS sem kemur út í september.
- Önnur mál.
* Lagt fram bréf frá fimleikadeild Gróttu dags.8.mars 2001 þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi vegna áranna 2000 og 2001 sem greiðslu fyrir afnot af áhöldum fimleikadeildarinnar í Íþróttamiðstöðinni. Formaður ÆSÍS lagði erindið fyrir bæjarstjóra í mars s.l. og var það samþykkt.
* Lagt fram bréf frá fimleikadeild Gróttu dags.9.ágúst s.l. 2001. Í bréfinu kemur fram vilji deildarinnar til þess að hætta samstarfi við fimleikadeild KR. Fram kemur einnig áætlun um iðkendagjöld næsta starfsár. Óskað verður eftir nánari skýringum á þeirri hækkun sem þar kemur fram.
* Lögð fram beiðni frá meistaraflokki karla Gróttu-KR um styrk vegna þátttöku á móti á Akureyri 24.-28.ágúst n.k. Samþykkt að veita styrk gegn vinnuframlagi.
* Lögð fram ársskýrsla TKS fyrir síðasta ár.
* Rætt um samstarf Gróttu-KR í handknattleik. Fram kom hjá framkvæmdarstjóra að enginn samningur liggur fyrir um þetta samstarf. Slíkur samningur verður að liggja fyrir áður en gengið verður frá fjárhagsáætlun næsta árs.
* Samþykkt að halda fundi ráðsins fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:30 í vetur.
Fundi slitið kl. 18:45 Fundarritari: Árni Einarsson