Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

36. fundur 13. september 2001

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

1.     Rekstraryfirlit 2001.

2.     Skoðunarferð um Íþróttamiðstöð

3.     Gervigrasvöllur

4.     Önnur mál.

 

1.     Lagt fram rekstraryfirlit æskulýðs- og íþróttamála árið 2001.  Samkvæmt því hefur verið ráðstafað 78% af áætlunum ársins.

 

2.     Farin skoðunarferð um íþróttahús og sundlaug.  Viðhaldsframkvæmdir skoðaðar og þörf fyrir frekara viðhald rætt.  Íþróttafulltrúa falið að gera viðhaldsáætlun með tæknideild og launaliði með bæjarritara.

 

3.     Íþróttafulltrúi kynnti vinnu VSÓ vegna gervigrasvallarins.  Vallarnefnd mun halda áfram undirbúningsvinnu og áætlað er að hefja jarðvegsframkvæmdirá næsta ári.

 

4.    

a:    Lögð fram beiðni um fjárstyrk frá Sverri Inga Sverrissyni vegna æfingaferðar.  Framkvæmdastjóra falið að afgreiða beiðnina

b:    Lagt fram bréf íþróttafulltrúa dags.12.sept. til fræðslu- og meningarfulltrúa vegna lengingar skóladags í Mýrarhúsaskóla, sem hefur áhrif á skipulag    tímatöflu í íþróttahúsinu.  ÆSÍS telur nauðsynlegt að samráð sé haft við hlutaðeigandi aðila þegar slíkar breytingar eru gerðar.

c:    Lagt fram bréf frá íþróttafulltrúa dags. 11.sept. 2001 til fjárhags- og launanefndar, þar sem farið er fram á að húsaleiga skólanna í íþróttahúsum verð leiðrétt.  ÆSÍS bendir á að húsaleiga skólanna hefur verið óbreytt í mörg ár.  Útreikningar á raunnotkun skólanna eru kynntir í bréfinu.  ÆSÍS ítrekar að leiðrétta þurfi þennan lið.

 

Fundi slitið kl. 19:20  

 

Fundarritari:  Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?