Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

40. fundur 07. febrúar 2002

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Lúðvík Hjalti Jónsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1.      Selið og sumarnámskeið

2.      Sundlaug Seltjarnarness

3.      Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2001

4.      Önnur mál.

1.  Margrét Sigurðardóttir forstöðumaður Selsins og æskulýðsfulltrúi skýrði frá starfsemi Selsins í vetur og því sem framundan er í starfinu.  Sagði hún starfið hafa gengið vel í vetur og hefði líklega aldrei verið betra.  Selið er vel sótt og krakkarnir virkir en prúðir og ástand þeirra gott.  Selið hefur einnig umsjón með félagsstarfinu í skólunum sem hefur  gengið mjög vel.  Margrét upplýsti að Lionsklúbburinn hefði fyrir skömmu afhent Selinu að gjöf hljómflutningstæki að andvirði 200 þúsund krónur. Einnig benti hún á að miðað við þróun starsins í Selinu þyrfti að fara að huga að auknu húsnæði fyrir starfsemina.  Selið heldur einnig utanum starf fyrir eldri borgara einu sinni í viku.  Vaxandi hópur úr þeirra röðum leikur biljard í Selinu.  Margrét sagði einnig frá fyrirhuguðu starfi í sumar.  Vel horfir með starfsfólk í sumarstarfið. 

2.  Íþróttafulltrúi lagði fram aðsóknartölur í sundlaug og kom fram að aðsókn hefur aukist árlega síðustu ár.  Einnig lagði hann fram minnispunkta um framtíð Íþróttamiðstöðvar.  Samþykkt að Þór og Árni skipi undirnefnd ÆSÍS til þess að vinna tillögur um uppbyggingu sundlaugarsvæðisins.  Þeim var falið að finna þrjá til viðbótar til setu með sér í hópnum.  Þór veitir hópnum forstöðu. 

4.  Önnur mál.

·         Lögð fram greinagerð vallarnefndar vegna byggingar gervigrasvallar.

·         Lagt fram bréf dags.7.jan.02 frá Daníel R. Ingólfssyni varðandi kjör íþróttamanns Gróttu.

·         Lögð fram umsókn um fjárhagsstyrk frá meistarflokki karla í knattspyrnu dags.30.jan.02.  Íþróttafulltrúa falið að ganga frá málinu.

·         Lagðir fram vinnupunktar frá Hildi Jóhannsdóttur vegna fyrirhugaðrar tómstundakönnunar ÆSÍS 2002.  Íþróttafulltrúa falið að semja við Hildi um nánari útfærslu og framkvæmd könnunarinnar.

·         Samþykkt með vísan í lög íþróttafélagsins Gróttu, þar sem segir að aðalfund félagsins skuli halda í febrúar ár hvert, að beina því til deilda félagsins að fyrir liggi reikningar og skýrslur til að leggja fram á aðalfundi félagsins.  Íþróttafulltrúa falið að hafa samband við aðalstjórn og deildir. 

·         Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Ösp dags.27.12.01 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk.  -  Samþykkt að styrkja félagið með 50 þúsund krónum.                                                          

Íþróttafulltrúi vék af fundi.

3.  Ræddar tilnefningar til kjörs Íþróttamanns Seltjarnarness fyrir árið 2001.  Valin karl og kona.  Kjörið verður tilkynnt 28.febrúar n.k.

Fundi slitið kl. 20:00       Fundarritari var Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?