360. (10.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 11.júní 2012 kl. 16:30 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.
Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Felix Ragnarsson, Magnús Örn Guðmarsson og Margrét Sigurðardóttur.
Áheyrnarfulltrúi: Eva Margrét Kristinsdóttir
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Ársreikningar Gróttu. Málsnr. 2012040013.
Haraldur Eyvinds formaður Gróttu og Guðjón Norðfjörð gjaldkeri aðalstjórnar Gróttu gerðu grein fyrir ársreikningum, fjármálastöðu félagsins og deilda fyrir árið 2011. Gk vék af fundi undir þessum lið. - Könnun Rannsóknar og greiningar um hagi og líðan grunnskólabarna á Seltjarnarnesi. Málsnr. 2011100013
Margrét S. æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu atriði úr skýrslu R&G. Fundarmenn sammála um að vel hafi tekist til í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og niðurstaðan sé eftirtektarverð og lýsa ánægju sinni með mjög góða útkomu grunnskólabarna á Seltjarnarnesi. Nánar vísast í skýrsluna - Dagskrá 17.júní. Málsnr. 2012040025.
Dagskránin kynnt sem gefur fyrirheit um góða skemmtun allra aldurshópa. - Styrkbeiðni frá Ungmennaráði Seltjarnarness. Málsnr. 2012060034
Samþykkt að veita þremur fulltrúum í Ungmennaráði Seltjarnarness 20 þúsund króna styrk hvorum fyrir sig til að sækja námskeið í Portúgal fyrir ungmenni víðsvegar úr Evrópu. - Styrkbeiðni vegna ferðar til Berlínar. Málsnr. 2012060035
Samþykkt að veita Önnu Krístínu Jensdóttur 20 þúsund króna styrk vegna keppnisferðar með sundfélagi fatlaðra til Berlínar. - Styrkbeiðni vegna undirbúnings fyrir EM í hópfimleikum. Málsnr. 2012060046
Samþykkt að veita Hörpu Snædísi Hauksdóttur 20 þúsund króna styrk vegna keppnisferðar til Ítalíu. - Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa fimleikadeildar. Málsnr. 2012030044.
Samþykktur 200 þúsund króna styrkur. Gk vék af fundi undir þessum lið. - Sparkvöllur við Valhúsaskóla.
Formaður og íþróttafulltrúi upplýstu fundarmenn að Tæknideild bæjarins væri að undirbúa uppsetningu á nýju grindverki í kringum sparkvöllinn. Nefndin telur brýnt að klára það sem allra fyrst í ljósi þess að KSÍ gerir miklar kröfur til íþróttafélaga/knattspyrnudeilda um öryggissvæði og umgjörð leikja. Fyrirspurn frá GK varðandi brekkuna aftan við stúkuna um að stalla hana. Tæknideildin er með það til skoðunar núþegar og er unnið að því að kostnaðargreina verkið.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 17:33.
Lárus B. Lárusson (sign) Felix Ragnarsson (sign)
Páll Þorsteinsson (sign) Magnús Örn Guðmarsson (sign)
Guðrún Kaldal (sign)